fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
Matur

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2019 13:00

Mynd: DV ehf / Þormar Vignir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaði er alveg ótrúlega notendavænt hráefni sem næstum engin fúlsar við þegar það er í boði. Það er hægt að bera það fram eintómt, blanda í það utanaðkomandi bragði eða áferð, bræða það, frysta það, nota í bakstur, húða með því og já, meira að segja setja það í sósur og annan mat!

Það er sagt að við neytum matar með öllum skilningarvitum og þá er um að gera að gera því mikilvægasta góð skil. Með sjóninni greinum við liti, dýpt, stærð og hreyfingu og hana er sannarlega hægt að örva áður en bragðskynið tekur við. Hellið karamellunni yfir kælda kökuna og raðið salthringjunum þétt ofan á. Skerið svo bitana á meðan þeir sem bíða eftir að njóta kökunnar horfa á. Karamellan á eftir að leka örlítið niður hliðarnar á hverjum bita – ótrúlega girnilegt! Svo er um að gera að raða bitunum ofan á hvern annan og byggja turn af súkkulaði og saltri karamelludýrð.

Aðferð

Kakan:

1 dl sykur 1,25 dl púðursykur 100 g smjör 2 egg 1 tsk. vanilludropar 1,5 dl kakó 1,25 dl hveiti klípa af salti ¼ tsk. natrón 150 g Siríus konsum dropar

Byrjið á að finna bökunarformið. Kringlótt eða ferkantað. Hér var notað ferkantað 22×22 cm form. Ágætt er að setja bökunarpappír í allt formið svo það verði auðveldara að færa kökuna úr forminu þegar hún er orðin köld.

Blandið saman smjörinu og öllum sykrinum í pott og hitið við lágan hita þar til smjörið hefur bráðnað. Leyfið þessu að kólna. Bætið nú við eggjunum og vanilludropum. Mælið og blandið saman þurrefnum og hellið eggjasmjörinu saman við. Hrærið þar til blandan er kekkjalaus og samlöguð. Að síðustu er súkkulaðidropunum bætt við og hrært varlega með sleikju.

Hellið í bökunarform og bakið við 175 gráðu hita í 35 mínútur. Ef notað er stærra form (kringlótt 24 cm) ættu 30 mínútur að nægja. Fylgist vel með tímanum. Kakan á að vera örlítið seig en þó ekki hrá. Kælið.

Karamella:

2 dl sykur 3 msk. síróp 4 msk. smjör 3 msk. rjómi ¼ tsk. flögusalt ¼ tsk. vanilludropar eða fingurklípa af vanillufræjum ef þið eigið vanillustöng í eldhúsinu.

Blandið saman sykri og sírópi í pott og hitið við meðalháan hita, hrærið í af og til. Þegar sykurinn er farin að verða hunangslitaður skaltu fylgjast vandlega með. Leyfðu litnum að dekkjast eilítið áður en þú bætir við smjörinu. Hrærðu vandlega þar til það hefur alveg samlagast og loftbólur eru hættar að myndast. Þá er rjómanum, salti og vanillu bætt út í. Leyfðu þessu svo að kólna aðeins svo það þykkni. Ef karamellan er orðin það þykk að þú getur ekki hellt henni úr pottinum skaltu bara hita hana örlítið.

Þegar bera á dýrðina fram er karamellunni hellt yfir kælda kökuna og saltkringlunum raðað þétt ofan á. Skorið í hæfilega, eða gríðarlega stóra bita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Matur
Fyrir 6 dögum

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“
Matur
Fyrir 1 viku

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“
Matur
Fyrir 2 vikum

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn
Matur
Fyrir 2 vikum

Hættu að sofna yfir sjónvarpinu – Þú getur fitnað!

Hættu að sofna yfir sjónvarpinu – Þú getur fitnað!
Matur
Fyrir 2 vikum

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?
Matur
Fyrir 3 vikum

Góð og ódýr aðferð til að poppa hollt og gott poppkorn í örbylgjuofni

Góð og ódýr aðferð til að poppa hollt og gott poppkorn í örbylgjuofni