Laugardagur 07.desember 2019
Matur

Nærri þriðjungur sendla hefur tekið bita af matnum sem þeir skutlast með

Fókus
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 09:30

Mann langar eiginlega ekki í heimsendan mat núna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt forvitnilegt sem kemur í ljós um matarvenjur Bandaríkjamanna í nýrri könnun sem unnin var af U.S. Foods. Markmið könnunarinnar var að skoða venjur þeirra sem nýta sér forrit til að panta mat, svo sem Uber Eats, Postmates og DoorDash, en einnig að kanna hvað færi mest í taugarnar á viðskiptavinum og sendlum.

Eitt af því áhugaverðasta sem kemur fram í könnuninni er að nærri þriðjungur sendla, eða 28 prósent, segjast hafa tekið bita af mat sem þeir skutlast með. 497 sendlar voru spurðir hvort þeir hefðu stolist í heimsendan mat áður en hann er afhentur viðskiptavininum og 140 sögðust hafa gert það.

Í könnuninni kemur einnig í ljós að 21 prósent viðskiptavina hefur grunað að sendill hafi stolist í matinn einhvern tímann þegar þeir hafa pantað mat. Því kemur ekki á óvart að 85 prósent viðskiptavina vilja að maturinn komi í pakkningu sem ekki er hægt að fikta við.

Alls voru 1518 viðskiptavinir sem tóku þátt í könnuninni. Tuttugu prósent þeirra kvörtuðu yfir því að maturinn væri ekki nógu heitur þegar hann kæmi loks á leiðarenda og 16 prósent þeirra verða reiðir þegar að maturinn kemur seinna en samið var um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum
Matur
Fyrir 1 viku

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi