Laugardagur 18.janúar 2020
Matur

Hrár kjúklingur í núðlurétti! „Óvíst hvaða afleiðingar þetta hefur á ófætt barnið mitt“

Íris Hauksdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyrún Brynja var fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að borða hráan kjúkling en hún gengur með sitt fyrsta barn.

Um er að ræða núðlurétt sem Eyrún Brynja neytir reglulega en þeir koma fyrirfram eldaðir í kassalaga boxi sem geymd eru í frysti og síðan smellt í örbylgjuofn og eiga þá að vera tilbúnir til átu. Í samtali við DV segist Eyrún Brynja í miklu áfalli en hún er komin 24 vikur á leið með sitt fyrsta barn. „Ég var búin að borða tvo bita af kjúklingnum og talsvert magn af núðlunum þegar ég tók eftir því að kjúklingurinn var bleikur á litinn og augljóslega hrár. Ég veit ekkert hvaða áhrif þetta getur haft fyrir krílið mitt en auðvitað er mjög vafasamt að neyta hrárra kjötvara, sérstaklega á meðgöngu.”

Kjúklingurinn er vægast sagt ólystugur.

Eyrún Brynja smellti inn mynd af matnum inn á Facebook-síðuna Matartips þar sem hún fékk grun sinn staðfestann. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hvöttu margir hana til að skila kassanum.

 

Skjáskot Facebook.

 

Skjáskot Facebook.

 

Skjáskot Facebook.

 

Skjáskot Facebook.

„Afgreiðslumaðurinn hló nú bara að mér“

„Ég hef marg oft keypt nákvæmlega þennan rétt en um er að ræða Pad Thai kjúklinginn, ég kaupi líka oft Tikka Masala réttinn þeirra og Chicken Peanut en fyrirtækið heitir Nice ´n´ Easy. Réttina set ég í örbylgjuofn í sjö mínútur eins og fram kemur í leiðbeiningum á umbúðunum. Ég hef þetta þó yfirleitt aðeins lengur enda kemur þetta frosið úr kælinum.”

Eyrún Brynja skilaði kassanum aftur í verslunina en þar mætti hún undarlegu viðmóti. „Afgreiðslumaðurinn hló nú bara að mér og sagði að þetta væri ekkert hrátt en ég stóð föst á mínu og lét hann vita að það væru fjölmargir ósammála honum þar. Hann var samt mjög almennilegur við mig og bauð mér að velja mér nýjan rétt í staðinn en vissulega hefði ég frekar viljað fá matinn endurgreiddan. Ég sagði honum að ég vildi endilega láta fólkið vita sem flytur þetta inn því þetta er jú hrár kjúklingur, hann brosti nú bara og sagði að þetta kæmi frá Thailandi svo það hefði ekkert upp á sig.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“
Matur
Fyrir 1 viku

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar
Matur
Fyrir 2 vikum

Friðrik Dór gleymdi lykilhráefni: „Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum“

Friðrik Dór gleymdi lykilhráefni: „Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum“
Matur
Fyrir 2 vikum

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift
Matur
Fyrir 4 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
Fyrir 4 vikum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?