fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Eigandi ísbúðar búinn að fá nóg – Nú borga áhrifavaldar helmingi meira fyrir ísinn

Fókus
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 20:54

Áhrifavaldar, nei takk!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Nicchi er eigandi ísbúðarinnar CVT Soft Serve í Los Angeles, en búðin er í vagni og afar vinsæl. Hann er orðinn ansi hreint pirraður á svokölluðum áhrifavöldum og hefur tekið til sinna ráða. Hann tilkynnti það í vikunni að áhrifavaldar, þá sérstaklega þeir sem reyndu að betla ókeypis ís í staðinn fyrir auglýsingu, þyrftu að borga helmingi meira en hinn almenni kúnni fyrir ísinn.

Í samtali við VICE segist Joe oft fá beiðnir um að redda ís fyrir áhrifavalda án endurgjalds. Hann nefnir sérstaklega eitt atvik sem gerðist í síðustu viku þegar hann var beðinn um að sjá um teiti fyrir þrjú hundruð manns gegn kynningum á samfélagsmiðlum.

„Það var kornið sem fyllti mælinn. Ég get ekki gert það. Ég get ekki unnið frítt,“ segir hann. Í framhaldinu setti hann skilti á vagninn sinn þar sem segir: Áhrifavaldar borga tvöfalt. Hann segir að í fyrstu hafi þetta verið ætlað sem grín en þegar að mynd af honum að halda á skiltinu varð vinsæl á netinu varð hann að standa við stóru orðin.

https://www.instagram.com/p/BzdmrOJpTmI/

„Trúiði mér, ég fatta kaldhæðnina í því að ég geri grín að áhrifavöldum. Núna fæ ég mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir að hafa áhrif á þá sem eru ekki áhrifavaldar,“ segir hann við VICE.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa