fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Trikkin sem ljósmyndarar nota til að láta matinn líta betur út – Myndir þú borða þennan mat?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll könnumst við það að skoða auglýsingamyndir af mat og fá vatn í munninn og gaul í maga og verða síðan fyrir vonbrigðum þegar maturinn á diskinum hjá okkur lítur engan veginn út eins á og myndunum.

Markmið myndanna er að fá okkur til að fara og versla matinn, enda veltir matariðnaðurinn stórum fjárhæðum. Og viðurkennum það bara, ef maturinn væri myndaður eins og hann lítur út í raun, þá myndum við ekkert endilega kaupa hann.

Stílistar og ljósmyndarar sjá því til þess að maturinn líti fullkomlega út. Og til þess nota þeir fjölmörg trikk, þannig að þó að ljósmynd segi meira en þúsund orð, þá segir hún alls ekki alltaf sannleikann.

Kartöfluís er ís sem bráðnar ekki.

Fullkomnar ísskúlur í öllum litum og bragðtegundum. En hér er enginn ís í boði heldur kartöflumús sem bráðnar ekki undir um leið undir ljósunum við myndatöku.

Hitabyssa bræðir ost á fullkominn hátt

Bræddur ostur er girnilegur að sjá og selur fullt af mat, enda vita stílistarnir að hann lætur okkur fá vatn í munninn. Til að bræða ostinn á fullkominn hátt án þess að hann verði brúnn eða brenndur, nota ljósmyndarar hitabyssu til að fá ostinn til að bráðna og renna á réttan hátt.

Förðunarsvampar halda tacoskeljum opnum

Tacoskeljar eru fullkomnar á mynd, fullar af góðgæti og vel útilátnar. Stílistar nota förðunarsvampa til að halda skeljunum opnum og láta þær líta stærri út en þær eru í raun. Fyllingin er síðan sett fyrir framan svampinn og lítur skelin út fyrir að vera troðin af gómsætum mat.

WD-40 fær allan mat til að ljóma

WD-40 má nota í næstum allt og í þessu tilviki er það notað til að fá matinn til að glitra. Af hverju verða eplasneiðar ekki brúnar sem dæmi, svarið er WD-40. Bara ekki borða það.

Sólaráburður og lím verður að fullkominni mjólk út á morgunkornið

Þið kannist við að morgunkornið verður fljótt lint og slepjulegt eftir að mjólkinni er hellt út á það. Heldur einhver virkilega að ljósmyndarinn nái að stilla upp ljósum, munum og nái fullkomnu skoti á innan við 30 sekúndum?

Trikkið er að nota sólaráburð og lím og setja síðan morgunkornið varlega ofan  á.

Gelatin er fullkomið fyrir kaffi og kleinuhringi

Gelatin er notað í matvöru, þannig að það er ekki óeðlilegt að það sé einnig notað við myndatökur. Nema þegar gelatin og sojasósa er notuð til að búa til kaffibolla. Hvernig færðu annars fullkomna rjómablöndu í kaffið?

Bleik sápa skapar fullkominn drykk

Að ná fullkomnum búbblum er ekki alltaf auðvelt sama hvort um er að ræða kampavín eða gos. Sápufroða er sett varlega ofan á drykkinn. Eftir smá bið eru komnar fullkomnar búbblur og söluvæn mynd.

Kjötið er aldrei eldað

Kjötinu er lokað til að ná réttri áferð, en að öðru leyti er það óeldað þannig að það tapi hvorki lögun eða stærð. Réttum lit er síðan náð með stöðugri hendi og málningarbursta.

Svitalyktareyðir sér um að kæla drykkinn

Getur þú giskað á hvor bjórinn er kældur á venjulegan máta og hvor er kældur með því að svitalyktareyði úr brúsa er spreyjað yfir hann ?

Rétt, það er þessi vinstra megin sem er spreyjað á.

Smádiskur heldur skrautinu uppi

Engin súpa gæti haldið innihaldsefnum sínum á floti meðan beðið er eftir myndatöku. Stílistar bregða því á það ráð að setja smádisk á hvolf í súpuna og setja innihaldið/skrautið ofan á.

Vaselín og plast fær drykkinn til að líta vel út

Hefur þú reynt að fá salt og sykur til að líta girnilega út á glasbarminum. Vaselín og plast fær allt til að tolla á sínum stað á meðan á myndatöku stendur.

Sígarettur eru notaðar til að fullkomnum rjúkandi mat

Það getur ekki verið auðvelt að ná akkúrat mómentinu þegar rjúkandi heitur diskur kemur á borðið. Það þarf því að nota eitthvað trikk til að láta gufuna rjúka áfram af matnum. Sígaretta sem liggur á borðinu aftan við diskinn sér til þess.

Túrtappar virka líka

Ef að þér finnst sígaretturnar ógeðslegar hér fyrir ofan, þá er annað trikk að nota túrtappa. Fyrst er honum dýft í vatn og síðan settur í örbylgjuofninn. Þar með er kominn hlutur sem rýkur úr í nokkurn tíma og auðvelt að hafa við hliðina á eða undir matardiski.

Pappi sér um að sneiðarnar séu jafnar

Það er bráðsnjallt trikk að senda pappa milli kökusneiðana þannig að það líti svo út að þær og kremið sé jafnt alls staðar.

Vélarolía á pönnukökurnar

Hrúga af girnilegum pönnukökum er bara lygi frá toppi til táar. Pappaspjöld eru sett á milli hverrar ig einnar til að þær sýnist dúnmjúkar, smjörið er ekki bráðið og sírópið er vélarolía.

Skóáburður á borgarann

Eins og áður kom fram er kjötið ekki eldað. Margir stílistar nota skóáburð til að fá rétta áferð á borgarann.

Vatn og glýseról fá sjávarfangið til að virka ferskt

Hætt er að við að sjávarréttir verði ekki ferskir lengi þegar myndað er, vatn og glýseról hrært saman reddar því.

Kornsíróp og kínverskar núðlur

Það tekur einstaka stund að sjóða núðlur, en þær eru líka einstaka stund að verða ógirnilegar. Kornsíróp reddar málunum.

Uppþvottalögur sér um fullkomna froðu

Smá uppþvottalögur í botninn á bjórglasinu áður en bjórnum er hellt í það og froðan verður fullkomin.

Raksápa í stað rjóma

Þeyttur rjómi missir eiginleika sinn strax. Þess vegna er tilvalið að nota raksápu í staðinn, sami litur og áferð og heldur eiginleikum sínum mun lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa