fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Matur

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 11:04

Alda Villiljós.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draumur Öldu Villiljóss rætist er hán opnar veitingaþjónustuna Namm!. Namm! er vegan veisluþjónusta sem sérhæfir sig í sætindum og eftirréttum.

Alda náði nýlega markmiði söfnunar sinnar fyrir Namm! á Karolina Fund og byrjaði að taka við pöntunum í febrúar síðastliðnum. Hán mun vera með aðstöðu hjá Curious, sem er nýr vegan queer bar í miðbæ Reykjavíkur, en ætlar sér að opna sitt eigið eldhús, vonandi eftir ár.

„Markmiðið er að framleiða vörur sem einstaklingar geta pantað í gegnum netið fyrir veislur, viðburði eða annað, og koma upp reglulegu samstarfi við veitinga- og kaffihús svo hægt sé að njóta vegan sætinda víðar,“ segir Alda.

Söfnunin á Karolina Fund mun halda áfram og geta þeir sem vilja styrkja Öldu og Namm! gert það hér. 

Við ræddum við Öldu um veganisma, Namm! og hvar við getum fengið að smakka sætindi frá háni.

Mintu ostakaka, kirsuberjaostakaka og bláberjaostakaka. Að sjálfsögðu eru allar kökurnar vegan.

Vegan í fimm ár

Alda Villiljós hefur verið vegan síðan 2014. „Á þeim tíma var mun minna framboð af vegan vörum á Íslandi og ég hef fengið að fylgjast með ótrúlega hröðum vexti veganismans í kringum mig á síðustu árum,“ segir hán.

„Í byrjun árs 2017 byrjaði ég að vinna sem bakari fyrir Kaffi Vínyl, sem varð skömmu seinna fyrsti alveg vegan veitingastaðurinn á Íslandi. Vörurnar náðu fljótlega ótrúlegum vinsældum meðal vegan samfélagsins, sem og utan þess, og á síðasta ári eða svo hef ég fengið fjölmargar fyrirspurnir um sérpantanir frá fólki. Eftir tillögur frá nokkrum vinum sem og ókunnugum um að stofna eiginn rekstur ákvað ég að slá til, og byrjaði að taka við pöntunum sem Namm! í febrúar 2019.“

Alda Villiljós.

Staðan í dag

Ýmislegt hefur breyst síðan söfnunin fór af stað.

„Ég er að fara að leigja aðstöðu á Curious, sem er nýr vegan veitingastaður, kaffihús, bar og veislusalur í miðbænum. Mér var boðin sú staða eftir að söfnunin fór í gang svo ég ákvað að láta söfnunina standa áfram, því mig dreymir enn þá um að geta verið með mitt eigið eldhús einhverstaðar sem er ekki samofið annarri starfsemi,“ segir Alda.

„En í staðinn fyrir að demba mér út í það strax get ég núna tekið hlutunum aðeins meira á rólegu nótunum, notað peninginn sem safnaðist í gegnum Karolinafund til að fjárfesta í tækjum eins og þarf og mögulega leyft honum að ávaxtast í einhvern tíma á meðan ég vinn á Curious og safna upp meiri pening þar. Planið er að vera þar í að minnsta kosti ár, mögulega aðeins lengur, og geta svo opnað eldhús þar sem ég get verið með veisluþjónustu og leigt út aðstöðu í lok næsta árs. En það getur ýmislegt gerst á þeim tíma svo við sjáum bara til! Peningurinn sem safnaðist fer allaveganna allur í Namm!, tækjakaup og þvíumlíkt.“

Regnbogamöffins.

Viðbrögðin

Alda segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið mjög góð. Hán vildi fyrst safna mun stærri upphæð en ákvað í sameiningu við Karolinafund að það væri raunhæfara að safna þeirri upphæð sem hán gerði.

„Ég er mjög sátt við að hafa gert það. Það kemur að sjálfsögðu alltaf að vissu leyti á óvart þegar fólk er til í að styrkja við svona verkefni fjárhagslega og ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn! Ég er aðeins byrjað að vinna að verðlaununum fyrir þau sem sendu styrk og vonast til að klára að koma þeim til viðtakenda með haustinu,“ segir Alda.

Biscotti.

En hvar er hægt að smakka Namm!?

Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á eldhúsið á Curious. Á meðan er hægt að kaupa þar bakkelsi.

„En þegar eldhúsið verður komið í gírinn verður mun meira í boði, og frábær matur líka. Ég er svo byrjað að skipuleggja aðeins fyrir Hinsegin daga, því bæði langar mig að bjóða upp á litríkt og hinsegin þemað bakkelsi á Curious fyrir það, sem og að vera með tilboð og mögulega selja eitthvað í Kaupfélagi Hinsegin daga, sem verður í Samtökunum ’78 yfir alla hátíðina, 8.-17. ágúst. Síðan er ég að ganga frá alls konar pappírsvinnu, þar á meðal til að geta tekið þátt í Vegan hátíðinni sem verður haldin 11. ágúst í Hafnarfirði, en ég verð með alls konar gotterí þar,“ segir Alda.

„Fyrir utan Curious er hægt að kaupa vörur frá mér á Veganæs og Kattakaffihúsinu í Reykjavík, og Bókakaffinu á Selfossi. En svo er alltaf hægt að hafa samband og panta beint af mér – ég er enn að vinna að því að koma almennilegri verðskrá upp á netið en það má alltaf senda mér línu og spyrjast fyrir um verð og hvað er í boði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings
Matur
Fyrir 2 vikum

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýi bubblustaðurinn sem fræga fólkið mun elska

Nýi bubblustaðurinn sem fræga fólkið mun elska
Matur
Fyrir 2 vikum

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns
Matur
Fyrir 3 vikum

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Frosti á venjulegum degi

Þetta borðar Frosti á venjulegum degi
FókusMatur
01.05.2020

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum
FókusMatur
01.05.2020

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi