fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
Matur

Guðni glottir og segir að lömbin hlakki til að verða étin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson segir í matreiðsluþætti á Hringbraut að lömbin hlakki til að lenda á grillinu hjá honum. Guðni grillaði um daginn dýrindis lambavöðva með dagskrárstjóra Hringbrautar á glæsilegu gasgrilli. Guðni Ágústsson dásamar íslenska náttúru, íslenskt grænmeti, íslenska smjörið og umfram allt íslenskt lambakjöt.

Er þetta þáttur dagsins á Hringbraut í þáttaröðinni Grillspaðar, en reyndar er þátturinn endursýndur og var gerður sumarið 2016.

Í upphafi þáttarins er myndavélinni beint að sauðfé sem er á beit í litlu hólfi hjá grillstaðnum. Á sama tíma liggja úrbeinaðir lambavöðvar á grillinu tilbúnir til matreiðslu. Þá spyr dagskrárgerðarmaðurinn Guðna:

„En Guðni, hvernig heldurðu að lömbunum hérna líði á á eftir þegar þau sjá systur sínar og bræður grilluð?“

Guðni glottir og svarar að bragði:

„Þegar þau sjá hvað okkur líður vel við að borða þá hlakka þau til með okkur.“

Þá skellihlær dagskrárgerðarmaðurinn og Guðni bætir við um leið og hann bendir á lömbin:

„Þau eru stór og falleg eftir sumarið. Kannski verða þau sett á!“

Kann vel til verka við grillið

Matreiðslan virðist heppnast við besta og Guðni og dagskrárgerðarmaðurinn skála í rauðvíni fyrir íslenskri náttúru og íslenskum náttúruafurðum, eins og Guðni orðar það. Guðni gætir þess ávallt að láta kjötið standa dálitla stund eftir að það er tilbúið áður en hafist er handa við snæðinginn, til að varðveita safann.

Með kjötinu eru kartöflur og grænmeti, en engin sósa. Segir Guðni að menn missi áhuga á sósum með aldrinum en í hennar stað setur hann smjörklípu á kjötið. Íslenska smjörið sé það besta í heimi, gult og mjúkt, og matreiðslumeistarar heimsins setji það ávallt í fyrsta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“
Matur
Fyrir 1 viku

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“
Matur
Fyrir 2 vikum

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn
Matur
Fyrir 2 vikum

Hættu að sofna yfir sjónvarpinu – Þú getur fitnað!

Hættu að sofna yfir sjónvarpinu – Þú getur fitnað!
Matur
Fyrir 3 vikum

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?
Matur
Fyrir 3 vikum

Góð og ódýr aðferð til að poppa hollt og gott poppkorn í örbylgjuofni

Góð og ódýr aðferð til að poppa hollt og gott poppkorn í örbylgjuofni