fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Matur

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur þjónn lætur veitingagesti heyra það í færslu í Facebook-hópnum Matartips. Þjóninn kemur fram undir nafninu Stefán Gunnarsson, en líklegt þykir að ekki sé um hans raunverulega nafn að ræða. Stefán segist hafa unnið í veitingarbransanum í tólf ár sem lærður þjónn og þrjú ár sem nemi. DV reyndi að ná í Stefán án árangurs.

„Nú finnst mér tímabært að smella inn einum pósti hér inn varðandi hvernig það er að vinna á veitingastað. Þetta eru reynslusögur, meðal annars frá mér og fullt af öðru fólki sem er að vinna í bransanum. Ég er hér til að gefa ykkur ráð um hvernig á að haga sér inni á veitingastað og hvað þjónninn þinn hugsar og hvernig er brugðist við. Þetta er mín skoðun og margra þjóna en ég vil benda á að þetta er alfarið hugsunarháttur hjá mörgum en ekki öllum,“

skrifar Stefán og útlistar nokkur ráð til veitingastaðagesta.

„Ef þið bókið borð á veitingastað og ætlist til að fá „flott borð“ þá er alltaf betra að mæta fyrr, því í svona 90 prósent tilfella er okkur drull hvenær þið bókið borð, við metum það oft út frá því klukkan hvað borðið mætir frekar en það var bókað. Þannig mætið með 10-15 mínútna fyrirvara til að fá betra borð,“ segir Stefán.

Fyrri hluti færslunnar. Skjáskot/Facebook

Annað „ráð“ sem Stefán gefur:

„Ef þú mætir inn pirraður munum við alltaf gera eitthvað til að gleðja þig og gera þig ánægðan en ef þú heldur áfram að vera pirraður og allt er ómögulegt þá máttu kvarta frekar í manneskjunni sem er með þér en ekki okkur, því það er EKKI okkur að kenna að þú ert fífl.“

Stefán fer yfir eitthvað sem hann segir vera algengan hlut inni á veitingastað sem þarf að „drepa niður:“

„Ég get ekki lesið hugsanir þínar. Ef þú ert með ofnæmi eða óþol, segðu það þá, ekki segja það þegar maturinn lendir fyrir framan þig því þá eru líkur að þú færð „asshole“ stimpillinn og færð góða þjónustu en ekki æðislega. Þetta er of algengur hlutur inni á veitingastað sem þarf að drepa niður.“

Annað sem fólk þarf að hafa í huga samkvæmt Stefáni:

„Ef þér fannst maturinn ömurlegur og allt var ómögulegt en þú klárar matinn, þá get ég því miður ekki tekið þig alvarlega né neitt. Þú kláraðir matinn og ætlast til að ég reddi þér, sem þýðir að þú ert að reyna að redda afslætti eða átt mjög bágt í lífinu sem getur líka leitt til þess að ég merki þig sem slíkt.“

Seinni hluti færslunnar. Skjáskot/Facebook

Stefán útskýrir hvað hann á við með að „merkja“ fólk.

„Það er komið nýtt kerfi á veitingastaði þar sem þú getur skrifað athugasemdir um gesti. Til dæmis hvort hann sé fífl eða „big spender.“ Síðan er líka komið það sem er kallað „no show“ listi,“

segir Stefán og segir reglurnar vera eins og í fótbolta. Við fyrsta skróp fær aðilinn gult spjald, síðan rautt spjald og fær ekki að bóka borð aftur.

Stefán segir fíkniefnaneyslu vera algenga inni á veitingastöðum og beinir orðum sínum sérstaklega að bankastarfsmönnum.

„Ef þú ert að pæla hvort ég sjái á þér að þú sért út úr dópaður, þá já ég sé það. Á mörgum stöðum sem ég hef unnið á hef ég séð ykkur hoppa margar ferðir til að taka eina línu af kókaíni eða spítti. Það kemur mér ekki við fyrr en þú ert farinn að skilja eftir þig hálfa línu eða allt út um allt á gólfinu, og það eru börn á veitingastaðnum. Ég tala núna beint til bankastarfsmanna og þeirra sem eru í peningabraski. Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt. Ef stórglæpamenn passa alltaf upp á þetta þá getur þú það, eða bara alls ekki gera þetta.“

Færslan hefur vakið mikil viðbrögð og setja margir spurningamerki við hana.

Nokkrir benda á „nýja kerfið“ sem Stefán talar um og segja það vera brot á nýju persónuverndaröggjöfinni.

Skjáskot/Facebook

Tveir notendur þakka þjóninum fyrir færsluna: „Vá fannst geggjaaaað að lesa þetta!“

Nokkrir benda á að þetta sé augljóslega „feik prófíll“ hjá þjóninum og geta því ekki tekið hann alvarlega.

Hvað segja lesendur um ráð Stefáns? Er hann með leiðindi eða hefur hann eitthvað til málanna að leggja?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni
Matur
28.03.2021

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“
Matur
27.03.2021

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi
Matur
16.03.2021

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu
Matur
15.03.2021

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður