fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
Matur

Sérðu blettina í múffunni? Miður geðslegt þegar betur er að gáð

Fókus
Sunnudaginn 2. júní 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstöð sjúkdómavarna og forvarna í Bandaríkjunum, CDC, birti á dögunum athyglisverða mynd á Facebook-síðu sinni.

Við fyrstu sýn virðist myndin vera af nokkuð girnilegri bollaköku, eða múffu, með sesamfræjum. Þegar betur er að gáð má finna minnst fimm pöddur á múffunni, svokallaða blóðmítla (e. ticks).

Markmiðið með færslunni, að sögn CDC, var að vekja Bandaríkjamenn til umhugsunar um blóðmítla nú þegar sumarleyfin eru á næsta leiti. Mítlarnir virðast geta leynst víða og eru matvæli ekki undanskilin þar. Mítlunum á þessari mynd tekst að fela sig nokkuð vel innan um sesamfræin.

Eðlilega vakti myndbirtingin athygli á Facebook og voru sumir óhressir með CDC vegna hennar. „Takk fyrir að eyðileggja múffurnar fyrir mér. Nú mun ég aldrei geta borðað þær aftur,“ sagði til að mynda einn notandi.

Að sögn CDC er hættan mest á að verða bitinn á tímabilinu frá apríl og fram í september. Mítlarnir leynast víða en kunna nokkuð vel við sig í grasi og á skógi vöxnum svæðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Langbesta ketó brauðið – Nokkur hráefni og málið er dautt

Langbesta ketó brauðið – Nokkur hráefni og málið er dautt
Matur
Fyrir 1 viku

Vildi köku með mynd af Mariah Carey – Það sem hún fékk kom henni í opna skjöldu: „Þeir misskildu það“

Vildi köku með mynd af Mariah Carey – Það sem hún fékk kom henni í opna skjöldu: „Þeir misskildu það“
Matur
Fyrir 2 vikum

Skortur á Nutella yfirvofandi

Skortur á Nutella yfirvofandi
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta er mataræðið sem á að vera betra en ketó

Þetta er mataræðið sem á að vera betra en ketó
Matur
Fyrir 3 vikum

Pítsa endist lengur inni í ísskáp en þú heldur – Bara ekki gera þessi mistök

Pítsa endist lengur inni í ísskáp en þú heldur – Bara ekki gera þessi mistök