fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |
Matur

Veganismi vinsælastur í heimi á Íslandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veganismi hefur verið vinsælastur í heimi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði samkvæmt gögnum frá Google Trends. Þá hefur verið leitað að einhverju vegan tengdu mest á Íslandi miðað við fólksfjölda.

Chef‘s Pencil greinir frá. Fyrr á árinu fjallaði Chef‘s Pencil um í hvaða löndum veganismi var vinsælastur árið 2018. Ástralía, Bretland og Nýja-Sjáland voru í efstu sætum. Einnig var stuðst við gögn frá Google Trends, hinsvegar voru ekki smáar þjóðir, eins og Ísland, með í þeim útreikningi.

En nú er hægt að hafa fámennar þjóðir með og breyttust niðurstöðurnar töluvert. Ísland trónir nú toppinn á listanum yfir þær þjóðir þar sem veganismi hefur verið vinsælastur síðastliðna tólf mánuði.

Í öðru sæti er Bretland, í þriðja og fjórða sæti eru eyjurnar Jesrsey og Guernsey.

  1. Ísland
  2. Bretland
  3. Jersey
  4. Guernsey
  5. Ástralía
  6. Gíbraltar
  7. Bermúda
  8. Caymaneyjar
  9. Nýja-Sjáland
  10. Svíþjóð

Vinsælar leitir Íslendinga um veganisma eru meðal annars vegan uppskriftir, vegan fæði og veganistur.

Chef‘s Pencil ræðir við Linneu Hellström, yfirkokk og eiganda Veganæs í Reykjavík, Ragnar Freyr sem er maðurinn á bakvið Vegan Ísland smáforritið og Valla Gunnlaugsson, forstjóra Íslensku flatbökunnar um ástæðurnar á bakvið vinsældir veganisma á Íslandi.l

Þau nefna dýraverndunar-, umhverfis- og heilsusjónarmið. Linnea og Valli nefna einnig að aukinn ferðamannastraumur á Íslandi hafi jákvæð áhrif á vegan veitingastaði og segja að vegan ferðamenn velja oftast vegan staði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Var að skipuleggja brúðkaup og lést eftir að hafa smakkað nýjan mat: „Hann öskraði svo ég hljóp upp til hans“

Var að skipuleggja brúðkaup og lést eftir að hafa smakkað nýjan mat: „Hann öskraði svo ég hljóp upp til hans“
Matur
Fyrir 1 viku

12 frábær eldhúsráð sem spara þér margar klukkustundir í eldhúsinu

12 frábær eldhúsráð sem spara þér margar klukkustundir í eldhúsinu
Matur
Fyrir 3 vikum

Matartips hefur talað: Þetta er besti veitingastaðurinn á Íslandi

Matartips hefur talað: Þetta er besti veitingastaðurinn á Íslandi
Matur
Fyrir 3 vikum

Ævar Austfjörð fagnar því að hafa borðað yfir tonn af kjöti síðustu 770 daga

Ævar Austfjörð fagnar því að hafa borðað yfir tonn af kjöti síðustu 770 daga
Matur
Fyrir 3 vikum

Svona undirbýr hún hádegismat og kvöldmat fyrir sjö manna fjölskyldu

Svona undirbýr hún hádegismat og kvöldmat fyrir sjö manna fjölskyldu
Matur
Fyrir 3 vikum

Dýrmætur afskurður skilinn eftir í verslunum: „Auðvitað er það ekki æskilegt að fólk sé að reyna greiða minna fyrir vörurnar“

Dýrmætur afskurður skilinn eftir í verslunum: „Auðvitað er það ekki æskilegt að fólk sé að reyna greiða minna fyrir vörurnar“