fbpx
Þriðjudagur 24.september 2019  |
Matur

Ótrúlegur munur á Kolbrúnu á nokkrum mánuðum: „Ég var orðin svo þung að ég fékk sjokk“

Fókus
Mánudaginn 10. júní 2019 17:00

Eitt ár er á milli þessara mynda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið þybbin eða feit örugglega síðasta áratug eða meira. Ég fór ekki í mjög mikla offitu fyrr en í kringum 2017 eða 2018. Mér fannst alltaf erfitt að vera of þung, bæði andlega og líkamlega,“ segir Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 36 ára gömul sex barna móðir.

Kolbrún ákvað þann 10. október í fyrra að breyta um lífsstíl vegna þess að þyngdin var farin að hafa verulega slæm áhrif á hana.

„Ég hef oft ákveðið að breyta um lífsstíl en oftast farið í öfgar eða gert eitthvað vitlaust því ég vissi í raun ekki hvað ég ætti að gera. Ég var orðin svo þung að ég fékk sjokk þann 10. október og ákvað að prófa ketó mataræðið,“ segir Kolbrún í samtali við DV.

Sjá einnig: Þetta er besta grænmetið til að borða á ketó: Svona eldarðu það.

29 kíló farin

Kolbrún var 75 kíló þegar hún byrjaði á ketó mataræðinu en er í dag 46 kíló. Hún er sem sagt búin að missa í heildina 29 kíló. Hún fastar einnig meðfram mataræðinu í sextán klukkutíma á sólarhring. Hún stundar enga líkamsrækt og segir að það hafi verið leikur einn að breyta um lífsstíl.

Líf Kolbrúnar hefur breyst mikið síðustu mánuði. Mynd: Úr einkasafni

„Það var ekkert erfitt við að breyta um lífsstíl því líðan varð svo mikið betri,“ segir hún. „Ég vildi aldrei gefast upp og það hélt mér gangandi að mér leið betur líkamlega og andlega og ég léttist mjög hratt og vel.“

Kolbrún ætlar að halda áfram á mataræðinu til að viðhalda árangrinum og segist hafa fengið mikinn stuðning frá þeim sem standa henni nærri.

„Viðbrögð fólks eru mjög mikil og skemmtileg og ég fæ oft að heyra hversu frábært þetta er hjá mér. Ég reyni bara að fræða fólk um hvað þetta sé auðvelt ef það vill prófa,“ segir Kolbrún. „Ég mæli hundrað prósent með ketó og föstu ef fólk hefur prófað ýmislegt til að ná árangri en hefur ekki enn fundið leið. Það sakar ekki að prufa og maturinn á ketó er ótrúlega góður og maður er aldrei svangur milli mála. Jafnvel þó maður er matarfíkill eða kolvetnafíkill þá hverfur öll löngun um leið og maður byrjar að ketósa.“

Átti erfitt með að beygja sig

Hún segist finna mikinn mun á sér á þessu tæpa ári á breyttu mataræði.

„Mér líður mjög vel í dag. Það er mikill munur á mér í dag og í október síðastliðinn því ég átti erfitt með að beygja mig og klippa táneglur því ég var svo svakalega mikil. Svo er bara svo æðislegt að vera svona léttur á sér og geta notið með börnunum og leikið sér og hlaupið.“

Sjá einnig: Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sorgartíðindi úr herbúðum MS – Hrísmjólk með kanil ei meir

Sorgartíðindi úr herbúðum MS – Hrísmjólk með kanil ei meir
Matur
Fyrir 1 viku

Átta ráð sem tryggja að þú klúðrir ekki marengstertunni

Átta ráð sem tryggja að þú klúðrir ekki marengstertunni
Matur
Fyrir 2 vikum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd
Matur
Fyrir 2 vikum

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“
Matur
Fyrir 3 vikum

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar
Matur
Fyrir 4 vikum

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist
Matur
23.08.2019

Þú þarft ekki brauð til að gera grillaða samloku – Uppskrift

Þú þarft ekki brauð til að gera grillaða samloku – Uppskrift