fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Matur

Fór á veitingastað í Reykjavík og var ekki skemmt: „Ég sagði þjóninum að þetta hefði stútað kvöldinu“ – Síðan kom grínið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inni á matgæðingahópnum Matartips á Facebook er að finna færslu frá íslenskum manni sem segir farir sínar ekki sléttar eftir heimsókn á veitingastaðinn Jamie‘s Italian í miðborg Reykjavíkur.

„Fórum tíu saman á Jamie’s Italian – allir voða spenntir. Við borðið okkar stóðu 20-30 Ítalir sem töluðu hátt, mjög hátt. Þegar við vorum búin að borða matinn, sem fær 2 stjörnur af 10, yfirgáfu þeir staðinn. Þá gátum við talað saman. Ég sagði þjóninum að þetta hefði stútað kvöldinu, sem er nákvæmlega það sem við upplifðum. Í sárabætur bauð hún okkur, tíu manna hópnum tvo eftirrétti að sínu vali,“ skrifar maðurinn inni í hópnum og er ekki hlátur í huga. Hins vegar eru skiptar skoðanir um innleggið og margir sem gera hreinlega grín að því.

Innleggið umrædda. Mynd: Skjáskot úr hópnum Matartips! á Facebook.

„Ertu að kvarta yfir veitingastað því aðrir viðskiptavinir töluðu hátt??? Mér finnst frír eftirréttur of mikið!“ skrifar einn meðlimur og maðurinn sem skrifaði innleggið svarar fyrir sig. Kemur þá á daginn að Ítalirnir stóðu beinlínið yfir borði hópsins.

„Þetta fólk var ekki á veitingastaðnum, heldur áttu þau að vera á barnum. Þau stóðu yfir okkar borði, og já ég er að tjá mig ef þér væri sama.“

„Æji ég fór og fékk enga Ítali. Hvar kvarta ég?“

Öðrum meðlimi finnst þetta allt hljóma mjög eðlilega.

„Ítalir sem töluðu mikið og hátt við matarborðið? Allt eins og það á að vera,“ skrifar hann og maðurinn sem skrifaði innleggið svarar: „Ef þau hefðu nú verið gestir á staðnum ekki barnum og ekki staðið yfir borðinu. Auk þess tók fólkið á staðnum undir með mér að þetta hefði verið ótækt.“ Þá skrifar meðlimurinn athugasemd sem hefur uppskorið marga hláturkalla:

„Stóðu 20 til 30 Ítalir við borðið ykkar?“

Sami meðlimur hleður síðan í annan brandara stuttu síðar:

„Lenti einu sinni í því að það stóðu 60 Spánverjar yfir borðinu hjá mér á Þrem frökkum.“

Fleiri eru sammála um að þessi kvörtun eigi ekki rétt á sér:

„Æji ég fór og fékk enga Ítali. Hvar kvarta ég?“

„Mér finnst eins og þið hefðuð bara átt að borða heima hjá ykkur fyrst þið meikið ekki fólk sem talar saman á stórum veitingastað. Eða kíkja á Aktu Taktu.“

„Það er orðið ansi hart ef veitingastaðir bera ábyrgð á háværum gestum.“

„Er ekki allt í lagi….hvað með það þó fleiri viðskiptavinir séu á staðnum..? Ég ætla að vona að þetta eigi að vera mislukkað djók..!“

„Og þér datt ekki í hug að biðja þá um að færa sig frá borðinu ef þeir áttu ekki rétt á því að vera þarna? Eða biðja starfsmenn um að sjá um það ef þú vilt ekki standa í einhverju veseni. Oft er betra að kvarta á undan en eftir svo þú getur átt gott kvöld.“

„Sumir eru bara tillitslaus fífl“

Einhverjir meðlimir eru hins vegar með manninum sem skrifaði innleggið í liði:

„Ég er alveg sammála því að það er hlutverk starfsfólks að sjá til þess að allir viðskiptavinir staðarins njóti sín, Stundum þarf að biðja fólk um að taka tillit til annarra til þess og það er allt í lagi. Sumir eru bara tillitslaus fífl og þá þarf að skikka til, það er hluti af starfinu.Að bjóða hópi sem hefur orðið fyrir slæmri upplifun að skipta á milli sín tveimur eftirréttum er auðvitað fáránlegt.“

„Ég mundi aldrei bjóða borgandi kúnnum sem koma til að njóta matar að hafa stóran hóp af háværu fólki standandi við borðið þeirra, lítið mál að beina hópnum annað.“

Hins vegar bendir ítalskur maður á það að þetta hafi örugglega ekki verið Ítalir. Hann byggir það á þeirri staðreynd að Ítalir myndu aldrei borða á stað þar sem rjómi er notaður í pastaréttinn Carbonara. Því ríkir nú óvissa um uppruna mannanna sem ollu þessu meinta ónæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings
Matur
Fyrir 2 vikum

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýi bubblustaðurinn sem fræga fólkið mun elska

Nýi bubblustaðurinn sem fræga fólkið mun elska
Matur
Fyrir 2 vikum

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns
Matur
Fyrir 3 vikum

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Frosti á venjulegum degi

Þetta borðar Frosti á venjulegum degi
FókusMatur
01.05.2020

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum
FókusMatur
01.05.2020

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi