fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Matur

Slökkviliðsmaður sem lést eftir 11. september skildi eftir sig stórkostlega uppfinningu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 09:00

Keith var rétt rúmlega fimmtugur þegar hann lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keith Young var meðal þeirra slökkviliðsmanna sem komu fólki til bjargar þann örlagaríka dag 11. september árið 2001 þegar að hryðjuverkaárásir áttu sér stað í Bandaríkjunum. Keith fékk sjaldgæfa tegund af krabbameini, liðsarkmein, stuttu síðar, sem var bein afleiðing af því að hann var fyrstur á vettvang í New York þann 11. september þegar að Tvíburaturnarnir hrundu.

Keith lést í mars í fyrra, aðeins 53ja ára að aldri og lét eftir sig þrjú börn. Þegar að Keith var ekki í vinnunni elskaði hann að leika sér í eldhúsinu og gaf meira að segja út matreiðslubók. Börnin hans ákváðu því að fara í sjónvarpsþáttinn Shark Tank á sjónvarpsstöðinni ABC eftir andlát föður síns með stórkostlega uppfinningu sem hann skildi eftir sig. Shark Tank virkar þannig að fólk mætir með viðskiptahugmyndir sínar og fimm viðskiptajöfrar ákveða hvort þeir vilja fjárfesta í hugmyndunum.

Keira, Christian og Kaley – börn slökkviliðsmannsins.

Uppfinningin er skurðarbretti sem heitir Cup Board Pro og er ætlað að hjálpa þeim sem elda að halda eldhúsinu hreinu. Brettið er unnið úr umhverfisvænu efni, en á öðrum enda þess er sílíkonílát, sem hægt er að fella saman, sem tekur við öllu sem endar í ruslinu, svo sem afskurði.

Skurðarbrettið.

Það er skemmst frá því að segja að fjárfestarnir í Shark Tank heilluðust af hugmyndinni og nú er varan komin á markað vestan hafs hjá Williams-Sonoma. Minningin um Keith Young lifir því góðu lífi um ókomna tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Matur
Fyrir 1 viku

Kjúklingur með pestó og piparosti

Kjúklingur með pestó og piparosti
Matur
Fyrir 1 viku

Klassísk eplakaka sem klikkar ekki

Klassísk eplakaka sem klikkar ekki
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!