fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Matur

Notar ekki hnífapör af ótta við að fitna: „Ef ég nota gaffal þegar ég er svöng skófla ég matnum í mig eins og mannæta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 14:30

Lisa er þekkt sjónvarpskona og fyrirsæta í Bretlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og sjónvarpskonan Lisa Snowdon er 47 ára og hefur ávallt haldið sér í góðu formi. Í viðtali við tímaritið Closer opinberar hún að hún noti ekki hnífapör og að það sé lykillinn að því að hún nái að hafa hemil á þyngdaraukningu.

„Ef ég nota gaffal þegar ég er svöng skófla ég matnum í mig eins og mannæta, en ef ég nota prjóna þá tygg ég meira og matartíminn er lengri. Það er góð aðferð til að plata sjálfan þig í að borða minna,“ segir hún og segist ávallt borða með prjónum í stað hnífapara.
Þá segist Lisa einnig forðast vigtina eins og heitan eldinn.

„Þær eru djöfullegar að mínu mati. Ég fæ svo mikla þráhyggju og hoppa á vigtina á ýmsum tímum dagsins,“ segir Lisa og bætir við að hún noti aðra leið til að sjá hvort hún þyngist. „Núna legg ég mat á hvort ég er búin að þyngjast út frá því hvernig fötin passa. Ef gallabuxurnar eru þröngar minnka ég skammastærðirnar og takmarka kolvetni eftir klukkan sex á kvöldin.“

Lisa sagði frá því árið 2015 að hún glímdi við þunglyndi og að hreyfing hjálpaði henni við að halda andlegri heilsu góðri. Þá hætti hún að borða kjöt í desember síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“
Matur
Fyrir 1 viku

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat
Matur
Fyrir 1 viku

Churros con Chocolate á spænska vísu að hætti Maríu Gomez

Churros con Chocolate á spænska vísu að hætti Maríu Gomez
Matur
Fyrir 1 viku

Tanja hannar vörur innblásnar af brauðtertum: „Mér finnst þessi réttur eiga skilið að vera í hávegum hafður“

Tanja hannar vörur innblásnar af brauðtertum: „Mér finnst þessi réttur eiga skilið að vera í hávegum hafður“
Matur
Fyrir 1 viku

Fór á veitingastað í Reykjavík og var ekki skemmt: „Ég sagði þjóninum að þetta hefði stútað kvöldinu“ – Síðan kom grínið

Fór á veitingastað í Reykjavík og var ekki skemmt: „Ég sagði þjóninum að þetta hefði stútað kvöldinu“ – Síðan kom grínið
Matur
Fyrir 1 viku

Slökkviliðsmaður sem lést eftir 11. september skildi eftir sig stórkostlega uppfinningu

Slökkviliðsmaður sem lést eftir 11. september skildi eftir sig stórkostlega uppfinningu
Matur
Fyrir 1 viku

Fimm ástæður fyrir því að sjávarsalt ætti að vera til á hverju heimili – Ekki bara gott í matseld

Fimm ástæður fyrir því að sjávarsalt ætti að vera til á hverju heimili – Ekki bara gott í matseld
Matur
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu að nota viðarsleifina miklu, miklu meira – Þessi mistök ber að varast

Þess vegna áttu að nota viðarsleifina miklu, miklu meira – Þessi mistök ber að varast