fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
Matur

Kjúklingur innkallaður vegna málmbúta – Vörurnar gætu valdið dauða

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 4. maí 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Landbúnaðar-ráðuneyti Bandaríkjanna, USDA, hefur Tyson Foods þurft að innkalla hátt í sex milljónir kílóa af frosnum kjúklingi vegna þess að í honum mátti finna málmbúta.

Þessi aðgerð er í raun framhald af innköllun sem átti sér stað þann 21. mars, en þá var um 31.000 kíló af kjúklingi að ræða.

Vandamálið kom í ljós þegar Landbúnaðar-ráðuneytið fékk tvær kvartanir varðandi „utanaðkomandi efni“ í vörum sem innihéldu frosna kjúklingastrimla. Kvartanirnar eru nú orðnar sex talsins og dæmi um áverka í munni eru þrjár, en ráðuneytið segir að um málmbúta sé að ræða.

Gæti valdið dauða

Landbúnaðar-ráðuneytið setur þessa yfirlýsingu sína í „Flokk I“, sem þýðir „kringumstæður þar sem vara getur mögulega haft alvarleg og skaðleg áhrif á heilsu, gæti valdið dauða,“ en ráðuneytið biður alla um að forðast það að neyta þessa varnings „það á annaðhvort að henda eða skila þessum vörum til seljenda,“

Vörurnar sem voru afturkallaðar af Tyson voru framleiddar á milli 1. október 2018 og 8. mars 2019 og renna ekki út fyrr en ári eftir að þær voru framleiddar.

Þessar vörur komu þó ekki bara seldar í umbúðum frá Tyson Foods heldur líka hjá Publix, Kirkwood, Giant Eagle, Hannaford, Food Lion, Best Choice, Great Value, Meijer og Spare Time. Vörunum var dreift víðsvegar um Bandaríkin.

Tyson Foods er einn stærsti kjöt-framleiðandi og dreifingaraðili heims en þessar fregnir gætu haft varanleg áhrif á vörumerkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“
Matur
Fyrir 1 viku

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat
Matur
Fyrir 1 viku

Slökkviliðsmaður sem lést eftir 11. september skildi eftir sig stórkostlega uppfinningu

Slökkviliðsmaður sem lést eftir 11. september skildi eftir sig stórkostlega uppfinningu
Matur
Fyrir 1 viku

Bragðaði á kolkrabba sem var enn á lífi – Viðbrögð hennar eru stórkostleg

Bragðaði á kolkrabba sem var enn á lífi – Viðbrögð hennar eru stórkostleg