fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |
Matur

5 „holl“ sætuefni sem eru alveg jafn slæm og sykur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sykur hræðir mig.” – Dr Lewis Cantley, krabbameinssérfræðingur

Viðbættur sykur er eitt versta næringarefnið í nútíma mataræði. Þekking á skaðlegum áhrifum hans hefur aukist verulega á undanförnum árum. Þrátt fyrir það sem sumir halda fram, þá eru tómar hitaeiningar bara toppurinn á ísjakanum.

Sykur, vegna mikils innihalds af einföldu sykrunni frúktósa, getur haft skelfileg áhrif á efnaskiptin. Ef hans er neytt í einhverju magni veldur hann háu kólesteróli og þríglýseríðum, insúlínviðnámi og fitu uppsöfnun í lifur og kviðarholi (1, 2). Viðbættur sykur er talinn vera ein helsta orsök offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og jafnvel krabbameins (3, 4, 5, 6, 7, 8, 9). Þrátt fyrir þetta er í dag verið að bjóða okkur upp á ýmis sætuefni sem innihalda fyrst og fremst sykur og okkur talin trú um að þau séu holl!

Vandamálið með mörg þeirra er að þau eru jafn slæm og venjulegur, hvítur sykur. Í sumum tilvikum eru þessi „hollu” sætuefni jafnvel verri … og þeim er óspart bætt í alls kyns matvæli sem síðan eru markaðssett sem „heilsufæði“. Hér eru 5 „holl” sætuefni sem eru alveg jafn slæm og sykur.

1. Agave síróp

Agave síróp er mjög vinsælt sætuefni hjá þeim sem aðhyllast náttúrulegar heilsuvörur. Þetta sætuefni er kynnt sem hollari kostur en sykur þar sem blóðsykursvísitala þess er lág.

Blóðsykursvísitalan (glycemic index = GI) er mæling á getu matvæla til að hækka blóðsykur. Sumar rannsóknir sýna að neysla matvæla með háum GI stuðli sé slæm (10, 11).

En skaðleg áhrif sykurs hafa lítið með blóðsykursvísitöluna að gera heldur er það mikið magn frúktósa sem skiptir máli … og Agave er hátt í frúktósa.

Frúktósi hækkar ekki blóðsykur eða insúlín til skamms tíma, en þegar hans er neytt í miklu magni leiðir hann til insúlínviðnáms … sem mun hækka blóðsykur og insúlín til lengri tíma (12, 13). Að blóðsykur fari upp í stuttan tíma er ekki svo slæmt, en langvarandi hár blóðsykur er ávísun á vandræði.

Af þessum sökum er frúktósainnihald sykurs miklu stærra vandamál en blóðsykursvísitala hans. Venjulegur sykur er um 50% frúktósi en Agave er um 70-90% frúktósi. Gramm fyrir gramm, þá er agave síróp í raun miklu, miklu verri kostur en venjulegur sykur.

2. Hrásykur

Ég sé fullt af „heilsuvörum” sem eru sykraðar með hrásykri. Ekki láta nafnið blekkja þig … þetta er bara sykur. Lífrænt, ræktaður sykur er líka sykur og hvort hann er “hrár” eða ekki skiptir ekki nokkru máli.

Þetta sætuefni kann að vera unnið á annan hátt en „hefðbundinn” sykur sem þú finnur í hillum matvöruverslana, en efnasamsetningin er nákvæmlega sú sama.

Mikilvægast er þó að líkami þinn þekkir ekki muninn. Hann mun brjóta sykurinn niður í glúkósa og frúktósa á nákvæmlega sama hátt og „venjulegur” sykur.

3. Sykurreyrssafi (Evaporated Cane Juice)

Ég sé oft á innihaldslýsingum að matvæli eru bragðbætt með „evaporated cane juice”. Ekki láta blekkjast af nafninu … evaporated cane juice er bara annað nafn yfir sykur. Þetta er hrein blekking af hálfu matvælaframleiðenda, framkvæmd í því skyni að fela rétt sykurinnihald fyrir neytendum.

Í alvöru … ef þú sérð bæði „evaporated” og „juice” á innihaldslýsingunni þá ættirðu að velta fyrir þér hvað annað framleiðandinn er að reyna að fela fyrir þér.

Þegar sætuefnið nær til þarma og lifrar, mun líkami þinn ekki sjá neinn mun á “evaporated juice” og venjulegum sykri.

4. Kókossykur

Kókossykur er unninn úr safa (sæta vökvanum) kókosplöntunnar. Framleiðsluaðferðin er mjög náttúruleg … hún felur einfaldlega í sér að að sykurvökvinn er dreginn úr plöntunni og síðan er vatnið látið gufa upp. Kókossykur inniheldur lítið magn trefja og nokkur næringarefni, og hefur einnig lægri blóðsykursvísitölu en venjulegur sykur (15, 16).

En aftur … blóðsykursvísitalan er bara toppurinn á ísjakanum þegar kemur að skaðlegum áhrifum sykurs. Það sem raunverulega skiptir máli er hvort varan er há í frúktósa eða ekki.

Kókossykur er reyndar mjög hár í frúktósa. Heildarmagn frúktósa í kókossykri einhvers staðar í kringum 35-45%, aðeins minna en í venjulegum sykri – sem er 50% (17).

Þar sem í kókossykri er örlítið minna magn af frúktósa en í sykri, og að auki lítið magn trefja og næringarefna, þá gætir þú sagt að kókossykur sé „minna óhollur” en venjulegur sykur, gramm fyrir gramm.

5. Hunang

Hunang inniheldur nokkur næringarefni … þar á meðal andoxunarefni og lítið magn vítamína og steinefna (18). Miðað við þyngd er það um það bil 80% sykur (19). Að því sögðu, þá hafa verið framkvæmdar nokkrar rannsóknir þar sem hunang hefur verið borið saman við venjulegan sykur sem hafa leitt í ljós að hunang er örlítið minna skaðlegt efnaskiptum líkamans (20, 21).

Eins og kókossykur, þá er hunang „minna slæmt” en venjulegur sykur. En aftur … að vera minna slæmt en sykur þýðir ekki að það sé hollt. „Minna óholl” sætuefni eins og hunang og kókossykur eru í lagi í hófi fyrir fólk sem er heilbrigt og hreyfir sig, en það þarf samt að passa sig á þeim.

Að lokum

Allur sykur þú borðar mun fara niður í þarmana, brotna þar niður í glúkósa og frúktósa og að lokum fara til lifrarinnar. Lifrin mun ekki vita (né hafa áhuga á) hvort sykurinn sem þú borðar er lífrænn eða ekki.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.co

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika
Matur
Fyrir 1 viku

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos
Matur
Fyrir 2 vikum

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“
Matur
Fyrir 3 vikum

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma