fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |
Matur

Skora á veitingagesti að gera sér upp fullnægingu

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 30. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. júlí næstkomandi eru þrjátíu ár liðin síðan rómantíska gamanmyndin When Harry Met Sally var frumsýnd í heimalandi sínu. Öruggt er að segja að aldeilis verði fagnað þriðja tugnum í New York, nánar til tekið á veitingastaðnum sem kvikmyndin gerði stórfrægan.

Flestir sem hafa séð eða þekkja til myndarinnar ættu að kannast við klassísku senuna þar sem leikkonan Meg Ryan (í hlutverki Sally) gerir sér upp fullnægingu á opnum vettvangi. Atriðið á sér stað á veitingastaðnum Katz‘s Delicatessen en veitingastaðurinn stendur enn í borginni og dafnar vel.

Til að fagna þrítugsafmæli myndarinnar ætla eigendur veitingastaðarins að efna til keppni í gervifullnægingum. Þar mun fólk keppa sín á milli og kalla fram ýmsar stunur og leikgerð í takt. Besta gervifullnægingin verður svo valin af sérstakri dómnefnd. Ekki er þó búið að gefa upp hver sigurverðlaunin verða.

Eigendur eru sagðir vera gríðarlega ánægðir með tengingu myndarinnar við staðinn og það langa líf sem umrædda atriði hefur átt. Síðar í júlímánuði verður svo haldin sérstök sýning á myndinni, þar sem í boði hússins verða réttir sem helstu persónurnar sjást gæða sér á.

Kvikmyndin, sem Rob Reiner leikstýrði, sló rækilega í gegn á sínum tíma og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handritið og gerði einnig stórstjörnur úr leikurunum Billy Crystal og Meg Ryan.

Senuna sígildu má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Ástarsamband Ed Sheeran við tómatsósu verður enn sterkara

Ástarsamband Ed Sheeran við tómatsósu verður enn sterkara
Matur
Fyrir 1 viku

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Matur
Fyrir 1 viku

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Klárlega langbesta skúffukakan

Klárlega langbesta skúffukakan
Matur
Fyrir 2 vikum

Raunveruleikastjarna varar við ketó: „Þetta er ekki heilbrigt mataræði“

Raunveruleikastjarna varar við ketó: „Þetta er ekki heilbrigt mataræði“
Matur
Fyrir 2 vikum

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“
Matur
Fyrir 2 vikum

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta fær ketó-drottningin sér þegar hún fer út að borða

Þetta fær ketó-drottningin sér þegar hún fer út að borða