fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
Matur

Er þetta versta nammið á Íslandi? „Þetta bragðast allt eins og matarlím“ – Taktu könnunina

Fókus
Fimmtudaginn 30. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vont nammi er versti hönnunarglæpurinn. Því fylgir sóun á sykri og hamingju og bitnar verst á þeim hóp sem ekki má við slíkum vonbrigðum; börnum og fullorðnu fólki sem þarf nammi til að takast á við áskoranir sínar.“

Þetta segir Nína Richter, fjölmiðlakona á RÚV, á Twitter-síðu sinni og tilnefnir sjálf súkkulaðitrítla frá Nóa Síríus sem versta nammið á Íslandi. „Óskiljanlega vont,“ segir hún og óskar eftir fleiri tilnefningum í sínum þræði.

Þá er óhætt að segja að svörin standa ekki tóm og hrönnuðust inn ýmsar tillögur sem gætu fallið undir þessa lýsingu.

„Þristur er verri,“ svarar einn netverji. Þá bætir annar við:

„Möndlur. Það er ekki einu sinni hægt að háma þær í sig.“

Einnig eru ýmis ummæli að finna þar sem notendur synda gegn straumnum.

Þá kemur einn notandi og tilnefnir Nóa konfekt, sem Nína tekur heilshugar undir. „Mjög sammála þér með Nóa konfektið,“ segir Nína. „Þetta bragðast allt eins og matarlím og brúnn matarlitur.“

En hvað segja lesendur?

Eru súkkulaðitrítlar versta nammið á Íslandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Langbesta ketó brauðið – Nokkur hráefni og málið er dautt

Langbesta ketó brauðið – Nokkur hráefni og málið er dautt
Matur
Fyrir 1 viku

Vildi köku með mynd af Mariah Carey – Það sem hún fékk kom henni í opna skjöldu: „Þeir misskildu það“

Vildi köku með mynd af Mariah Carey – Það sem hún fékk kom henni í opna skjöldu: „Þeir misskildu það“
Matur
Fyrir 2 vikum

Skortur á Nutella yfirvofandi

Skortur á Nutella yfirvofandi
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu