fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |
Matur

Missti manninn sinn úr krabbameini og leitaði huggunar í eldamennsku – Gefur út matreiðslubók sem er lituð af ást og missi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 15:30

Tembi, Zoela og Saro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Tembi Locke, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum NCIS: Los Angeles, gaf nýverið út bókina From Scratch, sem er bæði uppskriftabók og ástarsaga hennar og mannsins hennar heitins, Saro. Tembi fann huggun í eldamennsku þegar eiginmaðurinn lést, en þau hittust fyrst í Flórens á Ítalíu. Í viðtali við Today segir Tembi að Saro hafi ávallt sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn í fyrsta sinn sem hann leit væntanlega eiginkonu sína augum.

From Scratch.

„Mér fannst það alltaf svo mikil klisja,“ segir hún, en hún var á þrítugsaldri þegar hún hitti Saro úti í göngutúr í Flórens. Þremur árum síðar gengu þau í það heilaga, en foreldrar Saro voru ósáttir við sambandið. Þau voru ekki sátt með að Tembi væri svört og endaði það þannig að þau komu ekki í brúðkaupið. Eftir brúðkaupið fluttu þau Tembi og Saro til Los Angeles þar sem leikkonan sló í gegn í þáttum eins og Castle, Bones og The Mentalist.

Eignuðust dóttur í miðri baráttu við krabbamein

Áfall dundi yfir hjónin árið 2002 þegar að Saro greindist með sjaldgæfa tegund af krabbameini í mjúkvef. Sjúkdómurinn stóð þó ekki í vegi fyrir að hjónin létu stærstu drauma sína rætast.

„Zoela kom til okkar á þessum tíma,“ segir Tembi um dóttur þeirra hjóna, sem þau ættleiddu. „Ég held að eitt af því sem ég hafi lært hafi verið að lífið gerist allt í kringum okkur og fyrir okkur. Við vildum alltaf verða foreldrar.“

Tembi hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttum.

Áratug eftir að Saro greindist, eða árið 2012, lést hann. Þá ákvað Tembi að heimsækja heimabæ hans á Silkiley vopnuð dagbók til að láta sárin gróa. Fjölskylda Saro hafði sæst við hjónin eftir að hann greindist og hún vildi styrkja böndin við tengdafjölskyldu sína og leyfa Zoela að kynnast uppruna föður síns. Eftir dvölina á Ítalíu sneri hún aftur til Bandaríkjana með uppkastið af fyrrnefndri bók, From Scratch. Tembi segist hafa lært mikið um ást og missi eftir dvölina á Ítalíu og við gerð bókarinnar.

„Vinátta okkar varð dýpri og sterkari því við sáum hliðar á hvort öðru sem við hefðum ekki séð nema fyrir sjúkdóminn,“ segir Tembi og veit að Saro fylgist með þeim mæðgum í dag. „Ég held að hann brosi til okkar í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika
Matur
Fyrir 1 viku

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos
Matur
Fyrir 2 vikum

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“
Matur
Fyrir 3 vikum

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma