fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |
Matur

Sjáið tölvupóstinn sem Jamie Oliver sendi starfsmönnum rétt áður en allir misstu vinnuna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. maí 2019 20:25

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV sagði frá í þessari viku er búið að taka veitingastaðakeðju stjörnukokksins Jamie Oliver, Jamie’s Italian, til gjaldþrotaskipta. 22 af 25 stöðum Jamie’s Italian í Bretlandi var lokað á þriðjudaginn og misstu eitt þúsund manns vinnuna. Þremur stöðum Jamie’s Italian á Gatwick-flugvelli er enn haldið opið þar sem þess er freistað að finna kaupanda að þeim. Alls starfa þrjú hundruð manns á veitingastöðunum á flugvellinum. Þá voru tveir aðrir staðir Jamies, Fifteen London og Barbecoa, einnig teknir til gjaldþrotaskipta.

Þessir þúsund manns sem misstu vinnuna á þriðjudag fengu aðeins að vita hvað í stefndi samdægurs, en Jamie Oliver sjálfur sendi starfsmönnum tölvupóst í kveðju- og þakkarskyni. Breski fjölmiðillinn Metro birtir bréfið, en hér fyrir neðan má sjá íslenska þýðingu á því. Þeir sem vilja lesa það á ensku er bent á að smella hér.

Kæra starfsfólk

Ég er gjörsamlega í rusli yfir því að við áttum engan annan kost en að setja ástkæra veitingastaði okkar í Bretlandi í þrot, sem þýðir að örlög Jamie’s Italian í Bretlandi, Fifteen London og Barbecoa, eru nú í höndum skiptastjóra sem ber ábyrgð á hvað verður gert við þessa veitingastaði og framtíð þeirra.

Ég skil hve erfiðar þessar fréttir eru fyrir alla að heyra og ég vil ítreka að ég hef kannað alla möguleika sem eru í boði og prófað allt síðustu mánuði til að reyna að bjarga þessum rekstri. Ég hef persónulega fjárfest eins og ég gat til að reyna að snúa þessu við.

Þegar það kom í ljós að gjaldþrot væri eini möguleikinn tryggði ég persónulega að ég gæti greitt öllum laun til dagsins í dag þannig að enginn gengi út með tóma vasa fyrir þá frábæru vinnu sem þið hafið innt af hendi.

Allir hafa reynt sitt besta til að styðja þennan dásamlega rekstur en erfiðleikar í veitingageiranum, sem mikið hefur verið fjallað um, og hnignun verslunargata í Bretlandi, sem og hærri álögur á fyrirtæki hafa meðal annars þýtt að þessi stormur var bara of sterkur fyrir okkur að tækla.

Þó ég geti ekki verið með öllum víðs vegar um landið í dag langar mig að nýta þetta tækifæri og þakka ykkur fyrir að setja hjarta ykkar og sál í veitingastaðina okkar.

Við getum verið stolt af svo mörgu. Við opnuðum Jamie’s Italian árið 2008 með það í huga að hafa jákvæð áhrif á veitingastaði í miðlungsgæðaflokki á verslunargötum í Bretlandi, með góð gæði og hráefni af hærri gæðaflokki, bestu staðla í dýravelferð og frábært teymi sem deildi ástríðu minni á framúrskarandi mat og þjónustu.

Og við gerðum nákvæmlega það – með ótrúlegum viðbrögðum frá almenningi og komumst af krafti í gegnum bresku efnahagskreppuna. Við unnum nánast öll verðlaun sem hægt var að vinna, þar á meðal verðlaun Soil Association fyrir besta barnamatseðilinn á verslunargötum í hvert sinn sem þau verðlaun voru veitt.

Staðlar okkar í matargerð hafa alltaf sett okkur skör hærra en keppinautarnir. Hráefnin okkar voru alltaf úr besta, mögulega gæðaflokki og framleidd á rekjanlegan og sjálfbæran hátt. Við stóðum ávallt við skuldbindingar okkar gagnvart dýravelferð, uppruna okkar og næringargildi. Við stóðum við það sem við trúðum á: Að viðskiptavinir ættu skilið betri, sanngjarnari, skýrari og siðferðislega gómsætan mat með næringarríkari valmöguleika.

Fifteen var fyrsti veitingastaðurinn minn en hann var ólíkur hinum stöðunum að því leiti að hann var mitt fyrsta góðgerðarstarf og samfélagslegur hvati. Þetta hefur verið mögnuð vegferð sem hefur haft áhrif á hundruði barna síðustu sextán ár og meirihluti þessara barna urðu hæfileikaríkir og farsælir kokkar á sínum eigin forsendum. Það er mikill heiður og mikil gleði sem fylgir því að hafa verið partur af því og ég er svo ánægður að teymið á Fifteen í Cornwall afgreiði enn þá stórkostlegan mat og hafi nema í læri til að halda þessari arfleið lifandi og fjárfesta í ungu fólki.

Barbecoa var ástríðuverkefni og sló í gegn. Við vorum ein af þeim fyrstu til að færa matgæðingum í London ótrúlegt kjöt, okkar eigin sláturhús og eldun yfir opnum eldi. Við bjuggum til gullfallegt rými og bjuggum til eftirminnilega veitingahúsareynslu á einum af sögufrægasta staði borgarinnar.

Ég er svo stoltur af öllum þessum afrekum sem gera það enn sársaukafyllra að kveðja. Við höfum upplifað það besta saman en því miður einnig það versta.

Þið eruð þau bestu í bransanum og ég veit að þið farið að gera stórkostlega hluti áður en langt um líður. Ég biðst innilegrar afsökunar og gef ykkur alla mína ást, þakklæti og fyrst og fremst óska ég ykkur góðs gengis í heiminum.

Dagurinn í dag er dimmur dagur.

Ást til ykkar sem aldrei fyrr.

Jamie Oxxx

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Pizza Hut lokar 500 veitingastöðum

Pizza Hut lokar 500 veitingastöðum
Matur
Fyrir 1 viku

McDonalds í vanda vegna rörahneykslis

McDonalds í vanda vegna rörahneykslis
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó-þeytingar sem fullnægja sykurþörfinni

Ketó-þeytingar sem fullnægja sykurþörfinni
Matur
Fyrir 2 vikum

Náttúruleg Tobba hefur innreið á matarmarkaðinn

Náttúruleg Tobba hefur innreið á matarmarkaðinn