fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Matur

Edrú í 30 daga – Fimm ástæður af hverju ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er 24 ára gömul, nýorðin einhleyp og bý með tveimur bestu vinum mínum í þeim hluta Minneapolis sem er helst þekktur fyrir brugghús og þakpartý.“

Þannig hefst frásögn Iliu Jones, en hún skrifar á vef Elite Daily. Hún hefur ákveðið að hætta að drekka í 30 daga og segir frá áskoruninni í fimm hlutum:

Júní er mánuðurinn sem allir fara í sjötta gír og dagdrykkjan fimmfaldast. Brúðkaupsvertíðin hefst og allar einhleypu konurnar hlaupa um í leit sinni að draumaprinsinum.

Afhverju ákvað ég þá að velja júní sem edrúmánuðinn minn?

1. Einn fjórði af ævi minni er lokið

Þegar maður áttar sig á því að einn fjórði ævinnar er lokið þá er kominn tími til að endurmeta hlutina. Ég var stödd á þeim stað og áfengi var ekki að hjálpa til við ákvarðanatökuna.

Drykkjan var orðið áhugamál og allar aðrar skuldbindingar gátu beðið. Þetta eru árin sem við þurfum að taka erfiðar ákvarðanir. Ef þú eyðir allri vikunni að dreyma um helgina framundan, hættu þá í vinnunni og farðu að gera eitthvað sem þér finnst skemmtilegt.
Ef þú eyðir svo helginni í þynnku fyrir framan pizzakassa, þá er kominn tími til að setja tappann í flöskuna.

2. Áhrif áfengis á heilsuna

Allir kannast við svengdina sem fylgir fylleríum. Ástæðan er að líkaminn byrjar að kalla á nothæfar hitaeiningar. Þú ert búin/n að innbyrða 300 og eitthvað hitaeiningar af eitri og þá þarft líkaminn næringu.

Vísindin á bakvið það að vera full/ur er að áfengi berst út í blóðrásina og þá hefst vinna líkamans við að losna við það, þegar líkaminn nær ekki að vinna úr því verður þú full/ur. Sem þýðir að áfengisdrykkja er kapphlaup við líkamann, og já, þú ert er eitra fyrir þér til að verða ringlaður, þvoglumæltur hálfviti.

Það er gaman að vera full, en það hættir að vera gaman þegar maður áttar sig á að hver einasti hluti líkamans er fórnarlamb áfengisdrykkju, ekki bara danshæfileikarnir og smekkur þinn á karlmönnum.

3. Miklu auðveldara að grennast

Já, þegar þú hættir að drekka þá muntu grennast. Það er í raun frekar einfalt. Þegar þú drekkur skortir líkamann næringu, ekki nóg með það að þú verður þyrst, heldur líka svöng. Þú ert að mata líkamann eitri og hann vill gera allt til að losna við það. Sem þýðir að maður leitar í feitasta, ógeðslegasta matinn því að líkaminn þinn er að fara á límingunum og veit ekki hvað er í gangi.

Þess vegna getur þú borðað svona mikið svona hratt, vegna næringarskorts. Þannig að, hættu að drekka og hættu að éta drasl og þú munt léttast.

4. Mistökin

Ekki misskilja mig, mér finnst rosalega gaman að vera drukkin – svona oftast. Svo kemur þessi tíma þegar það er ekki jafn gaman. Ég er að tala um þessi: „Ég sofnaði á umferðareyju. Hvar er ands****num er síminn minn?“ augnablik. Og að sjálfsögðu: „Hver er þessi sem sefur hérna við hliðina á mér?“

Ímyndaðu þér hversu þægilegt það er að vakna á hverjum morgni, vitanadi nákvæmlega hvað fór fram kvöldið áður og án þess að þurfa treo og lítra af vatni til að ná andanum.

Í mínu tilfelli var drykkjan farin að hafa áhrif á samband mitt við annað fólk sem og sjálfa mig. Það er mjög hættulegt fyrir margra hluta sakir, sérstaklega ef maður er einhleypur.

Svo er maður líklegri til að gera sig að fífli. Ef þú ert farin að tapa sjálfsvirðingunni þá er áfenginu um að kenna, hættu með því tímabundið og byrjaðu að elska sjálfa þig.

Mér finnst fólk líka miklu flottara þegar það er edrú. Ég er frábær, en fulla Ilia er algjör tík.

5. Breytingar eiga að vera erfiðar

Ég veit að sumarið er örugglega erfiðasti tími ársins til að hætta að drekka, þannig að hættu að minna mig á það. Breytingar eru aldrei auðveldar en þær eiga ekki að vera það. Annars, hvað hefur maður lært? Ég veit að þetta er áskorun, en ég veit að ég er hörkutól og get gert allt sem mér dettur í hug.

Þið, kæru vinir, eruð líka fær um að gera hvað sem er. Ef þú þarft að kveðja einhvern eða eitthvað í smá stund ekki vera skræfa. Segðu bara bless!

Að gera eitthvað fyrir sjálfan sig er nauðsynlegt reglulega. Ég veit að mig dauðlangar í kokteil þegar þessu er lokið, en málið er að ef eitthvað er hætt að vera gaman þá er um að gera að hætta, þó það sé bara í 30 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum
Matur
Fyrir 1 viku

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd
Matur
Fyrir 3 vikum

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar
Matur
Fyrir 3 vikum

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist