fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |
Matur

Hreinn ávaxtasafi er miklu verri fyrir þig en gosdrykkir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 09:30

Ávaxtasafinn leynir á sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn sem birt er í Journal of the American Medical Association (JAMA) sýnir fram á að neysla sykraðra drykkja geti aukið hættu á ótímabæru andláti. Þá sýna niðurstöður einnig að hreinn ávaxtasafi sé jafnvel verri en sykraðir gosdrykkir og sykraðir drykkir almennt í þessum efnum.

Alls tóku 13,440 Bandaríkjamenn yngri en 45 ára þátt í rannsókninni. Niðurstöður hennar sýna að neysla hverrrar 350 millilítra einingu af ávaxtasafa orsakaði 24 prósent meiri hættu á ótímabæru andláti þess sem safans neytti. Hins vegar var þessi hætta aðeins ellefu prósentum meiri þegar um sykraða drykki var að ræða.

Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Harvard-háskóla og segir í niðurstöðum að þetta snúist í raun um hvernig líkaminn meltir þann sykur sem við innbyrðum.

„Ávaxtasafar eru oftast taldir hollari kostur en sykraðir drykkir. Hins vegar innihalda þeir oft jafn mikinn sykur og jafn margar hitaeiningar og sykraðir drykkir. Þó að sykurinn í 100 prósent hreinum ávaxtasafa sé náttúrulegur en ekki viðbættur þá bregst líkaminn eins við þeim sykri og ef um viðbættan sykur væri að ræða,“ stendur í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Vissulega getur ávaxtasafi oft innihaldið nauðsynleg næringarefni, vítamín og steinefni en hins vegar er vert að benda á að ávöxtur inniheldur um 35 prósent minna af sykri að meðaltali en ein flaska af safa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Taco tómatar sem bjarga kvöldinu – Uppskrift

Taco tómatar sem bjarga kvöldinu – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“
Matur
Fyrir 1 viku

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut
Matur
Fyrir 1 viku

McDonalds í vanda vegna rörahneykslis

McDonalds í vanda vegna rörahneykslis
Matur
Fyrir 1 viku

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber
Matur
Fyrir 2 vikum

Náttúruleg Tobba hefur innreið á matarmarkaðinn

Náttúruleg Tobba hefur innreið á matarmarkaðinn
Matur
Fyrir 2 vikum

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar