fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |
Matur

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2019 12:00

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að taka veitingastaðakeðju stjörnukokksins Jamie Oliver, Jamie‘s Italian, til gjaldþrotaskipta í Bretlandi og eiga þrettán hundruð manns á hættu á að missa vinnuna. Daily Mail segir frá.

Það var ljóst að róðurinn væri farinn að þyngjast hjá Jamie‘s Italian seint á síðasta ári, en fyrsti staðurinn var opnaður árið 2008. Í grein á DV í október í fyrra var sagt frá því að heildarskuldir keðjunnar væru 71,5 milljónir punda og að Jamie Oliver sjálfur ætti ekki meira fé til að setja í keðjuna. Jamie‘s Italian-veldið var á barmi gjaldþrots árið 2017 en þá setti Jamie 12,7 milljónir punda inn í reksturinn til að reyna að bjarga honum.

Tólf af 37 veitingastöðum Jamie‘s Italian var lokað í fyrra en nú virðist þetta ævintýri vera komið á endastöð. Skiptastjóri KPMG hefur umsjón með gjaldþrotaskiptum en von er á frekari fréttum af því seinna í dag.

Jamie Oliver í rusli

Jamie Oliver tjáir sig um málið í samtali við Daily Mail.

„Ég er mjög leiður yfir þessari niðurstöðu og mig langar að þakka öllum starfsmönnum og birgjum sem hafa sett hjarta sitt og sál í reksturinn í meira en áratug. Ég skil að þetta sé erfitt fyrir alla,“ segir hann. „Mig langar líka að þakka viðskiptavinum okkar sem hafa notið með okkur og stutt okkur síðasta áratuginn. Það hefur verið sönn ánægja að þjóna ykkur.“

Þá segir Jamie að hugmyndin á bak við Jamie‘s Italian hafi verið að stofna veitingastað með gæðamat og fyrsta flokks hráefni á lægra verði, með dýraverndunarsjónarmið að leiðarljósi.

Jamie‘s Italian-keðjan teygir sig langt út fyrir Bretland og hefur róðurinn einnig verið þungur utan landsteinanna. Í Ástralíu voru fimm staðir seldir í fyrra og einn tekinn til gjaldþrotaskipta. Jamie’s Italian opnaði dyr sínar á Íslandi í júlí árið 2017. Samkvæmt frétt Markaðarins á síðasta ári tapaði staðurinn 85,5 milljónum króna það ár. Þá var eigið fé neikvætt um 85 milljónir og skuldir námu 258 milljónum króna við árslok. Veltan var 346 milljónir króna. Í september í fyrra sagði Fréttablaðið frá því að eigendur veitingastaðarins Burro og baranna Pablo Discobar og Miami hefðu tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie‘s Italian á Hótel Borg eftir að fyrrverandi rekstrarfélag staðarins var tekið til gjaldþrotaskipta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Coca-Cola aðdáendur takið eftir – Kanil kók gerir allt vitlaust

Coca-Cola aðdáendur takið eftir – Kanil kók gerir allt vitlaust
Matur
Fyrir 1 viku

Twitter tvístraðist út af tei: „Þvílíkur derringur. Þvílík sjálfsupphafning“

Twitter tvístraðist út af tei: „Þvílíkur derringur. Þvílík sjálfsupphafning“
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega
Matur
Fyrir 2 vikum

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“
Matur
Fyrir 2 vikum

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut
Matur
Fyrir 2 vikum

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna
Matur
Fyrir 2 vikum

Bestu vöfflur í heimi

Bestu vöfflur í heimi