fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Matur

Umdeilt útspil Gordon Ramsay: „Kynþáttahatur og karlremba á sama tíma – til hamingju Gordon“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 2. maí 2019 17:00

Gordon Ramsay í ham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay opnaði nýverið veitingastaðinn Lucky Cat í London, en staðurinn hefur verið afar umdeildur, jafnvel áður en hann opnaði. Þegar að Gordon tilkynnti um opnun staðarins í febrúar voru netverjar æfir og gagnrýndu að hvítur maður ætlaði að bjóða upp á ekta, asískan mat, án þess að hafa Asíubúa með sér í liði.

Nú er Gordon aftur í bobba, í þetta sinna vegna kokteilsins White Geisha, eða hvíta geisjan, sem er í boði á veitingastaðnum. Það var rithöfundurinn Nancy Wang Yuen sem viðraði fyrst óánægju sína með drykkinn á Twitter síðu sinni og sagði Gordon ýta undir að asískar konur eru hlutgerðar.

Það má með sanni segja að athugasemdirnar við þráð Nancy hafi verið á einn leið – óánægja með þetta útspil stjörnukokksins.

„Kynþáttahatur og karlremba á sama tíma – til hamingju Gordon,“ skrifar einn tístari og annar bætir við: „Ó, vá. Þetta er sérstaklega ógeðfellt. Hvað dettur þeim í hug næst?“ Fleiri athugasemdir má lesa hér fyrir neðan:

Málið hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla, þar á meðal Fox News. Ekki náðist í talsmann Lucky Cat við vinnslu fréttar Fox og óljóst er hvort drykkurinn verði áfram á matseðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Fimm matvæli sem þú mátt borða fyrir svefninn – Geta hjálpað þér að grennast

Fimm matvæli sem þú mátt borða fyrir svefninn – Geta hjálpað þér að grennast
Matur
Fyrir 1 viku

Pantaði kjúklingarétt og hugsaði sér gott til glóðarinnar – Svo kom skellurinn: „Þetta er svo ógeðslegt“

Pantaði kjúklingarétt og hugsaði sér gott til glóðarinnar – Svo kom skellurinn: „Þetta er svo ógeðslegt“