fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Matur

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg nauðsynlegt að hafa eitthvað gott á boðstólum til þess að nasla á meðan horft verður á Eurovision á laugardagskvöldinu. Algengt er að margir hittist saman og getur mataræði fólks verið mismunandi. Góður gestgjafi passar sig vel og vandlega á því að hafa eitthvað fyrir alla og ákváðum við því að finna þrjár góðar uppskriftir sem ættu að henta þeim sem eru á ketó, þeim sem eru vegan og svo þeim sem borða hvað sem er. Uppskriftirnar eru einfaldar, taka stuttan tíma að útbúa en eru allar svo bragðgóðar að enginn ætti að fara ósáttur heim eftir partíið.

Ketó-ostasnakk Hönnu:

Hanna Þóra Helgadóttir, bloggari á síðunni fagurkerar.is, hefur verið dugleg að prófa sig áfram með alls konar ketó-uppskriftir sem hún er dugleg að birta á Instagram-síðu sinni: hannathora88

Innihald:

Rifinn mozzarella-ostur

Himalaja-salt

Hvítlauksduft

Aðferð:

Mozzarella-ostinum er dreift í stærð munnbita á bökunarpappír, smá himalaja-salti er dreift yfir ásamt örlitlu hvítlauksdufti. Osturinn er bakaður við 200°C þar til hann er orðinn gullinn og stökkur. Þá er platan tekin út og ostinum leyft að kólna þar til hann verður alveg stökkur.

Tilvalið er að bera ostasnakkið fram með lárperumauki (guacamole).

Ketó-ostasnakk Hönnu / Mynd: Instagram/hannathora99

Vegan edamame-baunir:

Edamame-baunir eru virkilega góðar og einfaldar til framreiðslu. Þær innihalda mikið prótein og eru því ekki bara ljúffengar heldur hollar líka.

Innihald:

Edamame-baunir

Maldon-salt

Krydd eftir smekk

Aðferð:

Byrjið á því að sjóða edamame-baunirnar í belgnum þar til þær hafa náð góðri mýkt. Sigtið vatnið frá baununum og setjið þær á pönnu ásamt ólífuolíu og steikið þar til þær verða örlítið stökkar.

Berið baunirnar fram í belgnum og stráið maldon-salti yfir ásamt því kryddi sem ykkur þykir gott. Baunirnar eru svo borðaðar úr belgnum og honum hent.

Ljúffengar edamame-baunir

Rjómaostaídýfa sem svíkur engan:

Blaðakona á ritstjórn lofar því að enginn verði svekktur á þessari einföldu en bragðgóðu uppskrift:

Innihald:

Rjómaostur

Laukur

Paprika

Sweet chili-sósa

Snakk eða kex eftir smekk

Aðferð:

Áður en hafist er handa skiptir miklu máli að þrífa hendurnar vel eða vera í einnota hönskum. Rjómaosturinn er tekinn og settur í skál. Laukur og paprika eru skorin niður í litla bita og fer magnið eftir smekk hvers og eins. Grænmetinu er svo hnoðað vel saman við ostinn og í kjölfarið sett ofan í skál sem bera á réttinn fram í. Þá er tekin sweet chili-sósa og henni hellt yfir ostinn. Þetta er svo borið fram með því snakki eða kexi sem hverjum og einum finnst gott. Gott er að taka sweet chili-sósuna með á borðið því reynslan sýnir að flestum þykir gott að bæta á hana jafnóðum.

Rjómaostur og sweet chili-sósa getur ekki klikkað
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði