fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Leyndarmálið á bak við það að halda fullkomið Eurovision-partí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 10:30

Loksins komið að Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Ísland keppir í fyrri undanriðli Eurovision í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19 á RÚV. Einhverjir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar og ætla að blása til Eurovision-partís, en við á matarvefnum ákváðum að bjóða upp á nokkrar tillögur að réttum frá þeim löndum sem keppa í kvöld.

Lamingtons – ÁSTRALÍA

Lag í Eurovision: Zero Gravity – Kate Miller-Heidke

Lamingtons.

Kaka – hráefni:

125 g mjúkt smjör
1 bolli smjör
1 tsk. vanilludropar
3 egg
1 3/4 bolli hveiti (sigtað)
½ bolli mjólk

Krem – hráefni:

3½ bolli flórsykur
1/4 bolli kakó
1 msk. mjúkt smjör
½ bolli sjóðandi heitt vatn
2 bollar kókosmjöl

Aðferð:

Byrjum á kökunni. Hitið ofn­inn í 180°C og takið fram form sem er sirka 30 sentí­metra langt. Klæðið það með smjörpapp­ír þannig að hann nái aðeins upp á hliðarn­ar. Þessa er auðvitað líka hægt að gera í ofnskúffu en þá þarf að tvö­falda upp­skrift­ina. Hrærið smjör og syk­ur vel sam­an og bætið síðan vanillu­drop­un­um út í. Bætið eggj­un­um sam­an við, einu í einu. Blandið helm­ingn­um af hveit­inu sam­an við og hrærið, síðan helm­ingn­um að mjólk­inni og því næst rest­inni af hveit­inu og mjólk­inni. Hrærið þar til allt er vel blandað sam­an. Hellið deig­inu í formið og passið að það nái út í alla kanta. Bakið í um hálf­tíma. Leyfið kök­unni að kólna í form­inu í sirka kort­er og skellið henni síðan á ílang­an disk. Hyljið hana með viska­stykki og leyfið henni að standa yfir nótt. Skerið kök­una síðan í litla bita.

Svo er það kremið. Blandið öllu sam­an nema kó­kos­mjöl­inu og hrærið vel sam­an. Stingið hníf í bita af kök­unni og dýfið ofan í kremið. Drissið síðan kó­kos­mjöl­inu yfir og setjið köku­bit­ann á smjörpapp­írsklædd­an bakka. End­ur­takið með alla bit­ana og leyfið krem­inu að storkna áður en þið gúffið í ykk­ur.

Karelísk baka – FINN­LAND

Lag í Eurovision: Look Away – Darude & S. Rejman

Karelísk baka.

Fyll­ing – hrá­efni:

2 boll­ar vatn
1 bolli brún hrís­grjón (má nota hvít)
2 boll­ar mjólk
salt eft­ir smekk

Smjör­blanda – hrá­efni:

100 g smjör (brætt)
3 msk. nýmjólk

Botn – hrá­efni:

½ bolli vatn
1 tsk. salt
1 bolli rúg­mjöl
1/​4 bolli hveiti

Eggja­smjör – hrá­efni:

100 g mjúkt smjör
2 harðsoðin egg (söxuð)
smá pip­ar eft­ir smekk (má sleppa)

Aðferð:

Byrjum á fyllingu. Setjið vatn og hrís­grjón í pott og náið upp suðu. Setjið lok á pott­inn og látið malla yfir lág­um hita í 20 mín­út­ur. Hrærið við og við í blönd­unni. Bætið mjólk og salti sam­an við og leyfið þessu að malla þar til hrís­grjón­in eru búin að taka í sig alla mjólk­ina og bland­an er dá­sam­lega krímí.

Svo er það smjörblandan. Blandið smjöri og mjólk vel sam­an og setjið til hliðar.

Því næst er það botninn. Hitið ofn­inn í 230°C og setjið smjörpapp­ír á ofn­plöt­ur. Blandið öll­um hrá­efn­um sam­an og hnoðið þar til deigið er orðið þétt í sér. Skiptið deig­inu í 8 til 10 hluta og fletjið hvern hluta út í sporöskju­laga hring. Setjið 2-3 mat­skeiðar af fyll­ingu í miðjuna á hverj­um hring og krumpið síðan hliðarn­ar inn á fyll­ing­una, þannig að það sjá­ist vel í hana í miðjunni. Penslið deigið með smjör­blönd­unni og setjið inn í ofn. Bakið í um 12-15 mín­út­ur. Takið plöt­una út eft­ir sirka sex mín­út­ur og penslið aft­ur. Þegar bök­un­ar­tím­inn er liðinn takið þið plöt­una úr ofn­in­um og penslið botn­inn aft­ur með smjör­blönd­unni. Leyfið þessu að kólna lítið eitt áður en þetta er borið fram, en þetta er best að mínu mati við stofu­hita.

Með bökunni fylgir svo eggjasmjörið. Þeytið smjörið í 3-5 mín­út­ur. Blandið síðan eggj­un­um sam­an við og pip­ar.

Tómatborgarar – GRIKKLAND

Lag í Eurovision: Better Love – Katerine Duska

Tómatborgarar.

Hráefni:

1½ bolli tómatar (3–4 tómatar), smátt saxaðir
100 g fetaostur, maukaður með gaffli
1 stór rauðlaukur, rifinn
1 msk. steinselja, fínt söxuð
1 msk. mynta, fínt söxuð
1 tsk. þurrkað oreganó
½ bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
salt og pipar
olía til steikingar

Aðferð:

Takið skinnið af tómötum áður en þið saxið þá. Setjið þá í skál með salti og látið þá liggja í saltinu í 30 mínútur. Blandið tómötunum síðan saman við laukinn og því næst kryddjurtirnar og fetaostinn. Blandið hveiti og lyftidufti saman í annarri skál. Blandið hveitiblöndunni við tómatblönduna þar til allt er vel blandað saman og blandan nógu stíf til að búa til kúlur úr henni. Hægt er að bæta við hveiti ef þarf. Setjið í ísskáp í 30 mínútur. Setjið olíu í pönnu, nóg til að hylja botninn á henni. Hitið yfir meðalhita. Setjið tómatkúlurnar í heita olíuna en gott er að nota ausu eða skeið sem er bleytt með vatni til að setja kúlurnar á pönnuna og taka þær af henni. Steikið tómatkúlurnar í 2 til 3 mínútur á hverri hlið þar til þær taka góðan lit. Leggið þær til þerris á pappírsþurrku og berið fram með góðri jógúrtsósu.

Belgískar vöfflur – BELGÍA (Döh!)

Lag í Eurovision: Wake Up – Eliot

Belgískar vöfflur.

Hráefni:

2¼ bolli hveiti
1 msk. lyftiduft
3 msk. sykur
½ tsk. salt
1 tsk. kanill
2 stór egg
½ bolli grænmetisolía
2 bollar mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Hitið vöfflujárnið, þá járn sem hentar fyrir belgískar vöfflur sem eru talsvert þykkari en hefðbundnar vöfflur. Blandið hveiti, lyftidufti, sykri, salti og kanil saman í skál. Stífþeytið eggjahvíturnar í tandurhreinni skál og setjið til hliðar. Blandið eggjarauðum, olíu, mjólk og vanilludropum í enn annarri skál. Blandið eggjarauðublöndunni við þurrefnin og hrærið vel. Blandið eggjahvítum varlega saman með sleikju. Hellið slatta af deigi í vöfflujárnið og eldið samkvæmt leiðbeiningum á járninu. Berið strax fram með smjöri, sírópi, flórsykri eða hverju sem er.

Kartöflusalat – EISTLAND

Lag í Eurovision: Storm – Victor Crone

Kartöflusalat.

Hráefni:

4–5 soðnar kartöflur
2 soðnar gulrætur
1 soðið egg
100 g soðnar pylsur
½ agúrka
1 epli
100 g grænar baunir
200 g sýrður rjómi
200 g mæjónes
salt og pipar

Aðferð:

Takið hýði af kartöflum og gulrótum og saxið í litla teninga. Skerið eggið í bita. Saxið gúrku, epli og pylsur í litla teninga. Blandið öllu saman við sýrðan rjóma og mæjónes. Saltið og piprið. Látið salatið inn í ísskáp í 2 klukkutíma áður en það er borðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa