fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þetta fær Guðni forseti í matinn hjá mömmu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. apríl 2019 21:25

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hleypti í dag af stokkunum átaki þar sem fólk er hvatt til að kaupa íslenskar vörur. Frá þessu var sagt í kvöldfréttum RÚV. Opnunarhátíðin var haldin í Bónus í Garðabæ, en í versluninni rakst Guðni á móður sína fyrir einskæra tilviljun.

„Mig langaði til þess að styrkja þetta ágæta framtak, hvetja fólk til þess að huga að því sem er búið til hér heima. Íslenskt, gjörið svo vel,“ segir Guðni í viðtali við RÚV og heldur áfram. „Auðvitað erum við í þannig samfélagi að við flytjum inn og við flytjum út og allt í góðu með það. En ég held að það sé sjálfsagt að við reynum að hugsa aðeins um það sem við gerum vel hér heima, það sem við framleiðum hér. Það er gott fyrir okkur sjálf, okkar efnahag og það er gott fyrir umhverfið líka – að fara ekki yfir lækinn að sækja vatnið ef svo má segja. Þannig að með þessum hætti legg ég mitt litla lóð á vogarskálarnar.“

Guðni hitti móður sína fyrir tilviljun.

Aðspurður hvort móðir hans velji íslenskt ljóstraði hann því upp hvað hann fær í matinn þegar hann kíkir í heimsókn.

„Já ég held að það hljóti að vera, ég fæ að minnsta kosti góðan plokkfisk hjá henni þegar ég kem í heimsókn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa