fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Náðu þér í góða orku fyrir daginn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest vitum við að fyrsta máltíð dagsins er sú mikilvægasta. Brennslukerfi líkamans fer ekki almennilega í gang ef maður borðar ekki morgunmat. Fræ og ávextir eru hollur og góður kostur fyrir líkamann. Chia-fræ eru stútfull af góðum fitusýrum og eru einnig saðsöm. Það er betra að velja lífræna vöru ef maður vill taka þetta alla leið í hollustunni en þó ekki nauðsynlegt.

Hér er dásamlegur grautur sem tekur enga stund að gera. Þessi uppskrift inniheldur um 300 hitaeiningar.

Hráefni:

2 msk Chia-fræ

1 msk hörfræ

1-2 msk bláber

1/2 tsk kanill

100 ml möndlumjólk

Aðferð:

Allt sett í krukku og lokið sett á og hrist af og til næstu fimm mínúturnar.

Grauturinn er tilbúin eftir ca 1 klst. Fyrir þá sem kjósa að hafa Chia-fræin í mýkri kantinum, ættu að gera hann að kvöldi og geyma í ísskáp yfir nótt. Þetta er tilvalið sem nesti fyrir börnin í skólann og er þá hægt að bæta við banana eða rúsínum til að gera grautinn sætari ef vill. Gott er að setja smá af hnetum, möndlum eða kókos yfir grautinn, rétt áður en hann er borðaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa