fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Matur

Henni var hent út af veitingastað fyrir að borða of mikið – Tók málin í sínar hendur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 17:00

Rachel breytti um lífsstíl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rachel Hallgren, 44 ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, ákvað að ná stjórn á lífi sínu eftir að henni var hent út af pítsastað fyrir að borða of mikið. Í viðtali við Mirror segir Rachel að margir hafi haldið að hún væri ólétt þegar hún var upp á sitt þyngsta og að hún hafi varla snert ávexti og grænmeti í tuttugu ár, áður en hún hóf lífsstílsbreytinguna.

Rachel segir í samtali við Mirror að hún hafi aldrei vigtað sig heima, en að læknir hafi beðið hana um að stíga á vigtina í janúar árið 2015. Þá kom í ljós að hún var orðin tæplega 160 kíló. Þrátt fyrir að sjá töluna á vigtinni var Rachel í afneitun, jafnvel þó læknirinn hafi sagt að magaermaaðgerð væri fullkomin fyrir hana. Í mars það árið fékk Rachel þær fregnir að amma hennar væri dauðvona og játaði sig sigraða. Hún vissi að hún þurfti að breyta til og léttist um nokkur kíló upp á eigin spýtur á einum mánuði.

Rachel ásamt eiginmanni sínum.

„Ég hef verið of þung öll fullorðinsárin,“ segir hún. „Ég lærði aldrei að elda þannig að mataræðið mitt einkenndist af skyndibita og ég elskaði núðlur og pasta.“

„Þú verður að léttast“

Á tuttugu ára tímabili þyngdist Rachel um 89 kíló.

„Í hvert sinn sem ég fór til læknis var lesið yfir mér að ég myndi deyja innan nokkurra mánaða. Mér fannst læknirinn mjög dramatískur og skipti samstundis um lækni. Ég var í mikilli afneitun um þyngdina. Ég var með iljarfellsbólgur, óhugnalega bletti á fótleggjum, háan blóðþrýsting, hjartsláttaróþægindi. Allt tengt þyngdinni. Í hverri læknisheimsókn var svarið alltaf: Þú verður að léttast.“

Rachel var orðin tæplega 160 kíló.

Þá rifjar Rachel upp óþægilegt atvik sem átti sér stað á veitingastað – atvik sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á hana.

„Það versta sem ég man eftir var á pítsahlaðborði þegar að einn af eigendunum kom að borðinu og sagði að við þurftum að fara því við værum búin að borða nóg.“

108 kílóum léttari

Í dag er Rachel tæplega 108 kílóum léttari, drekkur nóg af vatni og borðar ávexti og grænmeti. Hún segist hafa öðlast sjálfsöryggi með þyngdartapinu en misst vini.

„Um leið og sumir vina minna sáu mig breytast, verða sjálfsöruggari og í nýtískulegri fötum vildu þeir ekki vera með mér lengur. Mikið af hittingunum okkar snerust um mat og um leið og þeir gerðu sér grein fyrir að ég ætlaði ekki að borða hættu þeir að bjóða mér,“ segir Rachel en lætur þetta ekki á sig fá. „Ég er sama manneskja og ég hef alltaf verið. Ég fór bara úr stærð 28 í stærð 8, en sjálfsöryggið og stoltið hræðir marga.“

Nú elskar Rachel að elda heima og borðar þrjár máltíðir og snarl tvisvar yfir daginn.

„Ég hef lært að hlusta á líkamann. Ég drekk mikið af vatni, borða ekki að óþörfu. Skipulegg máltíðir vikunnar og nota mikið af fersku grænmeti í eldamennskunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi
Matur
Fyrir 1 viku

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið
Matur
Fyrir 1 viku

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming