fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |
Matur

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hamborgara á skyndibitastað

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 18:30

Kannski betra að elda bara heima?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlegar rannsóknir sýna að skyndibiti, eða ruslfæði nánar tiltekið, geti haft mikil áhrif á líkamann, en sagt er frá þessu á vef Reader‘s Digest. Tekið er dæmi um kvartpundara hamborgarabuff úr nautakjöti, sem er um 113 grömm. Í buffinu eru fimm hundruð kaloríur, 25 grömm af fitu, þar af nærri helmingur mettuð, 40 grömm af kolvetnum, 10 grömm af sykri og þúsund milligrömm af natríum.

Fyrst eftir að borgarans er neytt fer blóðsykurinn upp því líkaminn breytir öllum hitaeiningunum í orku. Þá leysir líkaminn insúlín úr læðingi til að vega upp á móti blóðsykurshækkuninni, en oft losnar of mikið insúlín úr læðingi sem leiðir til þess að sá sem borðar hamborgarann verður svangur aftur eftir nokkra klukkutíma. Ef slíkra borgara er neytt oft er hægt að þróa með sér insúlínónæmi og í kjölfarið sykursýki. Í greininni kemur fram að þetta ástand sé vegna aukinnar streitu á frumur þegar að of margar kaloríur eru borðaðar í einum rikk.

Mettaða fitan hefur líka sitt að segja, en í greininni kemur fram að mettaða fitan geti skemmt æðar og þrengt þær. Þetta getur svo valdið æðakölkun sem getur leitt til hjartasjúkdóma. Mikið magn natríums í nautakjötsbuffi getur einnig haft slæm áhrif á æðakerfið.

Í greininni er vísað í rannsókn þar sem þátttakendur borðuðu máltíð sem innihélt eitt þúsund kaloríur og mikið af mettaðri fitu. Innan fjögurra klukkustunda var meira magn af þríglýseríð og fitusýrum í blóði þeirra sem og starfsemi æðakerfisins var skert. Áhugavert þykir að líkaminn brást á svipaðan hátt við máltíðinni og sýkingu.

Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er viðskiptajöfurinn sem eyðir 125 þúsund krónum í mat á dag

Þetta er viðskiptajöfurinn sem eyðir 125 þúsund krónum í mat á dag
Matur
Fyrir 1 viku

Nú geturðu loksins borðað ís á ketó – Sjáið uppskriftina

Nú geturðu loksins borðað ís á ketó – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 2 vikum

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran
Matur
Fyrir 2 vikum

Pizza Hut lokar 500 veitingastöðum

Pizza Hut lokar 500 veitingastöðum
Matur
Fyrir 2 vikum

Nutella og banana-sushi er ómótstæðilegt

Nutella og banana-sushi er ómótstæðilegt
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó-þeytingar sem fullnægja sykurþörfinni

Ketó-þeytingar sem fullnægja sykurþörfinni