Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Matur

Einfalt og sniðugt í örbylgjuofninn – 5 uppskriftir sem auðvelt er að útbúa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft langar mann að fá sér gott snarl en hefur kannski ekki mikinn tíma til þess að baka. Þá er gott að geta sett saman einfaldar en góðar uppskriftir með lítilli fyrirhöfn. Hér koma nokkrar uppskriftir sem þú einfaldlega skellir í bolla og hitar í örbylgjuofninum.

1. Morgunverðar-eggjakaka

Innihald:
1 egg
1,5 msk. mjólk
Salt
Svartur pipar
1/4 brauðsneið
2 tsk. rjómaostur
Timjan eða graslaukur
Ca. hálf skinkusneið

Aðferð:
Pískið saman eggið og mjólkina með gaffli í bollanum. Saltið og piprið eftir smekk. Rífið brauðið í smá bita og hrærið út í ásamt skinkunni og rjómaostinum. Stráið svo timjan eða graslauknum yfir. Hitið svo í örbylgjuofninum í rúma mínútu eða þar til rétturinn er tilbúinn.

2. Bláberja-muffins

Innihald:
30 gr frosin bláber
1/4 bolli hörfræ
1/2 tsk. lyftiduft
2 msk. sykurlaust pönnukökusíróp
1 eggjahvíta
1/2 tsk. múskat

Aðferð:
Blandið þurrefnunum saman og bætið síðan eggjahvítunni og sírópinu við. Þekjið stóran bolla að innan með bökunarspreyi og hellið blöndunni í. Hitið í örbylgjuofninum í eina og hálfa mínútu eða þar til kakan er tilbúin.

3. Bananabrauð

Innihald:
3 msk. hveiti
1,5 msk. sykur
2 msk. púðursykur
1/8 tsk. salt
1/8 tsk. lyftiduft
1/8 tsk. matarsódi
1 egg
1/4 tsk. vanilludropar
1 msk. olía
1 msk. mjólk
1 þroskaður banani

Aðferð:
Þekja skal stóran bolla að innan með bökunarspreyi. Blandaðu saman þurrefnunum ásamt egginu og pískaðu saman. Svo er vanilludropunum, olíunni, mjólkinni og banananum bætt saman við. Blöndunni er hellt í bollann og hitað í um það bil 2–3 mínútur.

4. Ostakaka

Innihald:
60 gr rjómaostur
2 msk. sýrður rjómi
1 egg
1/2 tsk. sítrónusafi
1/4 tsk. vanilludropar
2,5 msk. sykur

Aðferð:
Blandaðu öllu saman í bolla eða skál. Hitaðu í 90 sekúndur á háum styrk og hrærðu í með um það bil 30 sekúndna millibili. Svo er kakan sett í kæli. Gott er að bæta muldum hnetum og ávöxtum ofan á.

5. Smákaka með súkkulaðibitum

Innihald:
1 msk. smjör
1/4 bolli hveiti
1 msk. sykur
1 msk. púðursykur
1/2 tsk. vanilludropar
Smá salt
1 eggjarauða
2 msk. súkkulaði í bitum

Aðferð:
Hitaðu smjörið í örbylgjuofninum þar til það bráðnar en það má ekki sjóða. Bættu sykrinum, vanilludropunum og saltinu saman við og hrærðu. Bættu eggjarauðunni svo saman við og hrærðu. Því næst er hveitinu bætt út í og loks súkkulaðibitunum. Blandan ætti að líkjast kökudeigi. Hitaðu í örbylgjuofninum í 40–60 sekúndur, en það ætti ekki að taka lengri tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Bjóddu í bröns – Fjórir ómótstæðilegir réttir

Bjóddu í bröns – Fjórir ómótstæðilegir réttir
Matur
Fyrir 1 viku

Við höfum verið að raða vitlaust í uppþvottavélina í öll þessi ár

Við höfum verið að raða vitlaust í uppþvottavélina í öll þessi ár
Matur
Fyrir 2 vikum

Ekki hætta við ef þú átt ekki eitthvað til – Það er ýmislegt hægt að gera til að redda sér í eldhúsinu

Ekki hætta við ef þú átt ekki eitthvað til – Það er ýmislegt hægt að gera til að redda sér í eldhúsinu
Matur
Fyrir 2 vikum

Jennifer Aniston fann mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að gera þetta

Jennifer Aniston fann mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að gera þetta
Matur
Fyrir 3 vikum

Einn þekktasti matreiðslumeistari landsins gefst upp og skellir í lás – „Vann myrkranna á milli, fleiri hundruð klukkutíma í mánuði“

Einn þekktasti matreiðslumeistari landsins gefst upp og skellir í lás – „Vann myrkranna á milli, fleiri hundruð klukkutíma í mánuði“
Matur
Fyrir 3 vikum

Fimm mínútna redding Maríu – Ímyndaði sér aldrei að hún yrði fjögurra barna móðir

Fimm mínútna redding Maríu – Ímyndaði sér aldrei að hún yrði fjögurra barna móðir
Matur
Fyrir 3 vikum

Geggjað rækjupasta – Fullkominn helgarmatur

Geggjað rækjupasta – Fullkominn helgarmatur