fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Matur

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2019 09:00

Matarskömmin er leiðinleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarskömm er fyrirbæri sem gerir vart við sig stöku sinnum. Fólk lætur eftir sér einhverja óhollustu og iðrast þess eftir á. Best er þó að borða matinn í sátt með bros á vör þegar maður ákveður að láta eitthvað eftir sér… en svo er hægt að ganga full langt.

Hér eru nokkrar játningar fólks um sína verstu matarskömm.

Ældi við kvöldverðarborðið

„Ég át hálfa köku í stað þess að fá mér bara eina sneið. Ég var í öngum mínum og vildi ekki að neinn myndi vita það, svo ég kláraði kökuna, bakaði aðra köku, og þvingaði mig svo til að éta þessa einu sneið sem ég átti upprunalega að láta nægja. Svo ældi ég við kvöldverðarborðið.“

Endaði á McDonald‘s

„Ég sagði konunni minni að ég ætlaði í ræktina, en endaði einhvern veginn á McDonald‘s í staðinn. Ég át ostborgarann á bílastæðinu og beið þar til nægur tími hefði liðið svo það liti út fyrir að ég hefði verið í ræktinni. Þegar ég kom heim hellti ég yfir mig vatnsglasi svo það liti út fyrir að ég hefði svitnað. Þetta er það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert.“

Ég sé ekki eftir neinu

„Ég át tvö föt af brownies á innan við klukkustund. Ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því að ég hefði étið svo mikið fyrr en ég sá tvö tóm kökuform. Ég sé ekki eftir neinu.“

Það heyrðust nokkrar stunur

„Ég keypti tólf kleinuhringi. Lagði bílnum þar sem enginn sá til (vildi ekki fara heim og láta kærustuna sjá mig). Át þetta í hljóði… það heyrðust að vísu nokkrar stunur.“

Við hringdum á leigubíl

„Brúðkaupsafmæli. Við eiginkonan gengum niður götuna að steikhúsi. Gleyptum í okkur kjöt og meira kjöt. Komum auga á salat, átum það líka. Stundum af unun og skakklöppuðumst út af veitingastaðnum. Við litum upp brekkuna. Við sáum íbúðina okkar. Ég leit á hana. Hún leit á mig. Við hringdum á leigubíl.“

Fann æðarnar stíflast

„Tvöfaldur hamborgari, grillaðar samlokur með osti í stað hamborgarabrauðs: Grillsamloka, kjöt, brauð, kjöt, grillsamloka. Ég fann æðarnar stíflast.“

Át alla naggana

„Ég pantaði einu sinni 20 kjúklinganagga á McDonald‘s og tók eftir því að ég fékk ekki nema 19. Ég var þegar í vondu skapi, sneri til baka og kvartaði undan þessu. Þeir gáfu mér annan 20 bita skammt. Ég var því með 39 kjúklinganagga og át þá alla í einu.“

Fullkomin stund

„Ég og fyrrverandi kærastinn ákváðum að fanga 4 ára sambandsafmæli uppi í rúmi með pítsu. Það var fullkomið.“

Át og grenjaði

„Það telst kannski ekki með þar sem ég var ólétt, en ég vaknaði um miðja nótt, hellti heilum kassa af morgunkorni í stóra glerskál, bætti við poka af sykurpúðum, bræddi smjör yfir og setti í örbylgjuofninn til að bræða sykurpúðana. Svo horfði ég á Dexter í tvo klukkutíma og át þetta meðan ég grenjaði.“

Át þær báðar

„Ég pantaði pítsu og mér var sagt að það væri 2 fyrir 1 tilboð. Ég þóttist kalla til þykjustuvina og spyrja hvort þeir vildu líka pítsu. Svo sagði ég já, að „við“ vildum tvær pítsur. Ég át þær báðar.“

Drakk Oreoleðju

„Ég keypti tvo lítra af mjólk og pakka af tvöföldum Oreo-kexkökum. Ég drakk nógu mikið af mjólkinni til að geta troðið öllu kexinu ofan í fernuna og gekk svo um verslunarmiðstöðina og át/drakk Oreoleðju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi
Matur
Fyrir 1 viku

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið
Matur
Fyrir 1 viku

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming