fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |
Matur

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu þreytt/ur á að nota dýrar og oft gagnslausar snyrtivörur? Það er kannski kominn tími til að hætta að kaupa endalaust af snyrtivörum og byrja að borða fæðu sem stuðlar að heilbrigðri og fallegri húð.

Rauð paprika

Paprika er bragðgott grænmeti sem hægt er að borða bæði soðið og hrátt. Ein rauð paprika inniheldur meira en dagskammt af C-vítamíni auk þess sem hún inniheldur nauðsynlegar fæðutrefjar og B6-vítamín. Þar að auki er hún rík í karótenóíðum sem getur unnið gegn hrukkum og eykur blóðflæði til húðarinnar. Karótenóíðið virkar líka vel á bólótta húð. Rauð paprika er fullkomið snarl sem inniheldur aðeins um 30 hitaeiningar.

Dökkt súkkulaði

Dökkt súkkulaði er ríkt af andoxunarefnum og góðum fitusýrum sem stuðla að glóandi húð. Andoxunarefni í dökka súkkulaðinu hjálpa þér að draga úr ójöfnum í húðinni og vernda það gegn sólbruna sem dæmi. Þar að auki hefur kakóið í súkkulaði góð áhrif á blóðrásina sem eykst og leiðir til heilbrigðari húðar.

Lax

Lax er fæða sem hefur góð áhrif gegn streitu, kvíða og þunglyndi. Úr lax færðu líka ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni. Og líkt og flestir vita þá er D-vítamín okkur bráðnauðsynlegt og hefur góð áhrif á hjarta, bein, ristil og heila svo eitthvað sé nefnt. Það getur líka haft góð fyrirbyggjandi áhrif gegn krabbameini, kvíða, þunglyndi og hjartasjúkdómum. Lax er einnig ríkur af Omega-3 fitusýrum sem hafa góð áhrif gegn bólgu, hrukkum og bólum. Omega-3 fitusýrurnar stuðla að heilbrigðari húð og sterkara hári.

Kókosolía

Kókosolía er öflug olía fyrir fallega húð hvort sem hún er notuð innvortis eða utan. Hún hefur mikil bakteríudrepandi áhrif. Kókosolía er af sumum talin algjör kraftaverkaolía sem er góð í flest allt. Sumir nota hana sem krem á andlit og líkama og aðrir drekka hana eða nota út í mat. Kókosolía hefur sérstaklega góð áhrif á skjaldkirtil auk þess sem hún getur hjálpað til í baráttunni við aukakílóin. Hún hefur frábær áhrif á húðina; rakagefandi, vinnur gegn hrukkum og mýkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er viðskiptajöfurinn sem eyðir 125 þúsund krónum í mat á dag

Þetta er viðskiptajöfurinn sem eyðir 125 þúsund krónum í mat á dag
Matur
Fyrir 1 viku

Nú geturðu loksins borðað ís á ketó – Sjáið uppskriftina

Nú geturðu loksins borðað ís á ketó – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 2 vikum

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran
Matur
Fyrir 2 vikum

Pizza Hut lokar 500 veitingastöðum

Pizza Hut lokar 500 veitingastöðum
Matur
Fyrir 2 vikum

Nutella og banana-sushi er ómótstæðilegt

Nutella og banana-sushi er ómótstæðilegt
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó-þeytingar sem fullnægja sykurþörfinni

Ketó-þeytingar sem fullnægja sykurþörfinni