fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Matur

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 09:30

Þetta er munurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú velt því fyrir þér hver munurinn á grænum og svörtum ólífum er? Ef þú heldur að þetta séu tvær ólíkar tegundir, líkt og rauð epli eru ólík grænum, þá hefur þú rangt fyrir þér.

Shea Rosen, framleiðslustjóri Mezzetta, sem er jafnframt einn helsti sérfræðingur veraldar um ólífur svaraði nokkrum spurningum fyrir Huffington Post um þennan ljúffenga ávöxt.

Hvernig eru grænar ólífur öðruvísi en svartar?

Liturinn á ólífum segir til um hversu þorskaðar þær eru þegar þær eru týndar. Grænar ólífur eru týndar áður en þær eru fullþroskaðar. En þegar þær eru fullþroska verða þær svartar.

Hráar og ferskar ólífur eru nánast óætar sökum þess hversu rammt bragðið er af þeim. Þess vegna er þeim ávalt pakkað í salt, saltvatn eða vatn áður en þær eru seldar.

Hvernig hefur liturinn áhrif á bragðið?

Á heildina litið eru grænar ólífur þéttari í sér og töluvert rammari á bragðið en svartar ólífur. Bragðið og áferðin fer þó töluvert eftir því hvernig þær eru meðhöndlaðar eftir að þær eru týndar af trjánum.

Hvor er hollari?

Það er engin munur á næringu svartra og grænna ólífa. Ólífur eru stútfullar af hollri fitu og steinefnum á borð við járn og kopar. Þær eru jafnframt ríkar af E vítamínum og andoxunarefnum. Sömuleiðis eru efni í ólífum sem eru bólgueyðandi.

Ef þér þykja ólífur vondar. Hvernig ólífum mælir þú með fyrir þá sem langar að prófa sig áfram?

Ólífur sem hafa legið í vatni (yfirleitt keyptar í krukkum) eru mildastar á bragðið. Það skiptir litlu máli hvort þú kaupir grænar eða svartar, bragðið er mjög sambærilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi
Matur
Fyrir 1 viku

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið
Matur
Fyrir 1 viku

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming