fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 20:30

Sum orð eru meira pirrandi en önnur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stanslaust er tekist á um mataræði og heilsu. Dag einn er lausnin hér og næsta er hún þar. Það sem var hollt í gær er óhollt á morgun og svo framvegis. Fólk hendir hinum og þessum hugtökum fram og til baka og allir hafa sína skoðun á málinu. Hér má sjá hvað ýmsir næringafræðingar hafa að segja um ýmis vinsæl hugtök sem fólk notar þegar rætt er um mat.

Nú er óljóst hvort hægt sé að hlýta á ráð þessara fræðinga, og ef til vill eru þeir ekki einu sinni sammála hvor öðrum. Þá er það bara stóra spurningin – hver er þín skoðun á málinu?

„Hreinsun“

„Ef ég gæti eytt einu orði úr mataræðisorðabókinni væri það „hreinsun“ (e. detox). Sú hugmynd að ákveðin matur eða næringarefni sjái um að hreinsa líkama þinn er afleit. Besta leiðin til þess að hjálpa líkama þínum að losna við eiturefni er að innbyrða færri eiturefni.“ – Monica Reinagel, Huffington Post bloggari.

„Góður“ og „slæmur“ matur

„Ég er ekki hrifin af því að tala um góðan mat og slæman mat – það leiðir til fordóma! Ég er ekki að segja að franskar séu ekki fullar af kaloríum, fitu og salti, eða að ís sé ekki fullur af kaloríum, fitu og sykri, en að segja að það sé „slæmur“ matur vekur sektarkennd hjá þeim sem njóta þess að borða. Maður ætti aldrei að borða mat með skömm eða sektarkennd – jafnvel þó hann sé ekki sérlega næringaríkur. Við eigum að njóta matarins til fullnustu! Ef þú lærir að borða af alvöru nautn ertu jafnvel sáttari með minni mat fyrir vikið.“ – Elisa Zied, höfundur Younger Next Week.

„Hreint“

„Það snýst allt um „hreinan“ mat, „hreint“ mataræði, en það er ekki til nein skilgreining á því hvað „hrein næring“ þýðir. Mikið af íþróttafólki talar um „hreint“ í þeim skilningi að borða náttúrulegt, heilsusamlegt fæði og minna unnin mat. Það er alveg vit í því, en ég skil ekki hvers vegna við köllum það „hreint“ frekar en bara heilsusamlegt. Ég tek eftir markaðsfólki segja að unnar matvörur séu gerðar úr „hreinum“ afurðum, svo þetta er marklaust hugtak. Ég hugsa, „Það er búið að gabba þig!“ þegar ég heyri vini mína nota hugtakið.“ – Julie Upton, Appetite for Health.

„Ég forðast frasann „hreint mataræði.“ Ég kann að meta það að fólk noti hugtakið yfir grænmeti og hágæða, óunna matvöru og jafnvel lífrænar vörur beint frá býli, og ég fagna því að þau borði næringarríka fæðu. En ég á erfitt með þennan stimpil vegna þess að hann gefur í skyn að ef þú borðir ekki „hreint“ sértu að borða „óhreint.“ Þar að auki þýðir „hreint mataræði“ ekki endilega hollt mataræði.

Eins og ég hef reynt að taka þessu hugtaki fagnandi finnst mér fylgja því ákveðin skömm. Fólki getur til dæmis liðið illa yfir því að geta ekki borðað „hreint“ vegna kostnaðar eða lélegs aðgengis. Stundum fæ ég það á tilfinninguna að þeir allra hörðustu í „hreinu mataræði“ fyrirlíti þá sem ekki fylgja sama lífsstíl; að þau noti frasann til þess að setja sig á hærri stall. Mér þætti frábært ef við gætum hætt að vera svona snobbuð með mataræði, reynt að borða sem minnst af unnum vörum og haldið okkur við skynsamlega fæðu sem hentar okkar lífsstíl.“ – Elizabeth M. Ward, höfundur bókarinnar MyPlate for Moms, How to Feed Yourself & Your Family Better.

„Lágkolvetna“

„Það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar fólk segir mér að það borði lágkolveta fæðu, eða segist ekki borða sykur. Ég spyr alltaf, „Hvað meinarðu með því?“ Ég enda alltaf á því að útskýra það að kolvetni finnast í fjölmörgum fæðuflokkum. Þau má finna í brauði og ávöxtum, en líka öðrum mat sem gæti komið á óvart, eins og hreinni jógúrt og grænmeti. Þegar ég er búin að úskýra grunnvísindin á bakvið matinn fellur þessi „lágkolvetna“ lífsstíll um sjálfan sig.“ – Marjorie Nolan Cohn, höfundur Belly Fat Fix og talskona fyrir Academy of Nutrition & Dietetics.

„Glútenlaust“

„Margir sem stæra sig af glútenlausu mataræði vita ekki einu sinni hvað glúten er – og það er lítið sem bendir til þess að þeir sem ekki þjást af glútenóþoli muni græða neitt á slíkum kúr.“ – Katherine Brooking, Appetite for Health.

„Það er of mikill sykur í ávöxtum“

„Þó svo að ávextir innihaldi mikið af náttúrulegum sykri, fylgja þeim ómissandi næringarefni eins og C vítamín og trefjar. Uppáhalds ávöxturinn minn eru vínber. Þau innihalda fáar kaloríur og eru stútfull af andoxunarefnum og K vítamíni. Það er eðlilegt að neyta sætu og því er tilvalið að fá náttúrulegan sykur úr ávöxtum frekar en sælgæti. Miðaðu við tvo ávexti á dag.“ – Dawn Jackson Blatner, Huffington Post bloggari og höfundur The Flexitarian Diet.

„Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins“

„NEI! Allar máltíði eru mikilvægar á sinn eigin hátt. Þær eiga allar þátt í að veita þér orku og kraft til að takast á við daginn.“ – Joy Bauer, heilsu- og næringarfræðingur í þættinum Today.

„Úr einföldum hráefnum“

„Það er vinsælt á meðal vörumerkja að segja „úr hráefnum sem þú þekkir og kannt að bera fram.“ Við vitum öll hvað einfalt þýðir, en „einfalt“ er nú orðið að markaðsfræðilegu hugtaki. Þessar „einföldu“ vörur líta út fyrir að vera heilsusamlegri og gætu fengið þig til að trúa því að þú sért að kaupa eitthvað sem er betra fyrir þig og fjölskylduna þína.

Ég er mjög hrifin af matvörum sem hafa ekki nema eitt innihaldsefni, eins og epli, banana, brokkólí, hnetur, egg, kjöt og fisk, svo eitthvað sé nefnt. Það er allt saman eins einföld fæða og hægt er að fá, stútfull af næringarefnum og góð fyrir heilsuna. Við værum öll heilsuhraustari ef við borðuðum bara mat með einu innihaldsefni.

Þessi nýi „einfaldi“ matur sem ég er að tala um er til dæmis lúxus ís, smákökur, sælgæti, smjör og fleira sem hefur þó ekki nema nokkur innihaldsefni. Gallinn er sá að þessi einföldu náttúrulegu hráefni eru ekki endilega besta næringin. Þar eru sykur, rjómi, salt og olía sem er alls enginn skortur á í okkar daglega mataræði, og því er fáránlegt að láta þau líta úr fyrir að vera einhver heilsubomba.“ – Upton

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa