fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Matur

Hér færðu ódýrustu páskaeggin – Mörg hundruð króna munur á milli verslana

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 13. apríl 2019 16:24

Páskar nálgast með öllum sínum eggjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 67% verðmunur var á páskaeggjum mill verslana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 11. apríl. Munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páskaegginu.

Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Iceland fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum. Lítið úrval var af páskaeggjum í Kjörbúðinni en einugnis 7 páskaegg af 30 voru fáanleg í búðinni. Engin páskaegg voru til í Costco.

Verðmunurinn var mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 krónur en hæst í Hagkaup 599 krónur. Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 krónur eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 krónur en hæst var verðið 6.999 krónur í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi númer 7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 krónur, en hæst, 4.599 krónur í Super 1 en það gerir 1.020 krónu verðmun.

Fleiri matvörur voru kannaðar í sömu könnun, en lesa má meira um hana með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Allt sem þú þarft að vita um ketó

Allt sem þú þarft að vita um ketó
Matur
Fyrir 1 viku

Elín varð vegan eftir að hún greindist með krabbamein – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Elín varð vegan eftir að hún greindist með krabbamein – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
Fyrir 2 vikum

Jói fær kaldar kveðjur í Matartips: „Þú gerðir samning við djöfullinn… til hamingju með það.“

Jói fær kaldar kveðjur í Matartips: „Þú gerðir samning við djöfullinn… til hamingju með það.“
Matur
Fyrir 2 vikum

Foodco-samruni í vændum – 10 veitingastaðir reknir af sömu aðilum: „Við ætlum að vanda okkur“

Foodco-samruni í vændum – 10 veitingastaðir reknir af sömu aðilum: „Við ætlum að vanda okkur“
Matur
Fyrir 4 vikum

Herra Hnetusmjör og Ingó Veðurguð skemmtu á meðan þrjú tonn af ís hurfu

Herra Hnetusmjör og Ingó Veðurguð skemmtu á meðan þrjú tonn af ís hurfu
Matur
17.08.2019

10 venjur sem geta farið illa með nýrun

10 venjur sem geta farið illa með nýrun