fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Hildur gerði óvart magnaða uppgötvun: Orðin sem urðu nútímanum að bráð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 21:30

Gaman að þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugaverð spurning og svar við henni var birt á Vísindavefnum í dag, en spurningin kemur frá Hildi nokkurri Jónsdóttur. Spurningin í heild sinni hljóðar svona:

„Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn – en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa?“

Það er Guðrún Kvaran, málfræðingur og prófessor, sem svarar spurningunni, en hún er lesendum Vísindavefjarins að góðu kunn. Hún þurfti að grafa ansi djúpt til að finna merkingu orðsins ferðasúpa.

„Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefið var út á árunum 1781–1798. Orðin eru í XII. bindi, bls. 167. Þaðan hefur sultarsúpa væntanlega verið tekin með í Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1922:819) og merkingin sögð ‘mager suppe’. Vísað er í ferðasúpu sem þó er ekki fletta á sínum stað heldur í viðbæti aftast í bókinni (bls. 1018),“ skrifar Guðrún og heldur áfram.

Guðrún Kvaran. Skjáskot af vef Hringbrautar

„Bæði orðin eru inni í Íslenskri orðabók handa skólum og almenningi, annarri útgáfu, og er merkingin við sultarsúpa sögð ‘soðhlaup af keti og beinum’ (1983:994) en við ferðasúpa stendur ‘1 súpa til að hafa með í ferðalög. 2 sultarsúpa’ (bls. 200).“

Orðin sem gleymdust

Kemur svo á daginn í svari Guðrúnar að bæði orðin ferðasúpa og sultarsúpa hafi orðið nútímanum að bráð.

„Hvorugt orðið er með í þriðju útgáfu orðabókarinnar, tölvuútgáfu, frá árinu 2000 og ekki heldur í prentuðu orðabókinni frá 2002. Skýringuna er að finna í tímaritinu Orði og tungu frá 2001 í grein eftir Þórdísi Úlfarsdóttur sem ber titilinn Matarorð í íslenskri orðabók. Hún skrifar: „Aðaláhersla í 3. útgáfu bókarinnar verður á nútímamálfar svo eitthvað þarf óhjákvæmilega að víkja ef bókin á ekki að fara fram úr ákveðinni hámarksstærð.“ (2001:122). Meðal orða sem ekki fengu inni voru ferðasúpa og sultarsúpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa