fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Edda Sif: „Missti matarlistina fyrir lífstíð yfir mysulúðunni með spagettíinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 19:04

Edda Sif Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn á Twitter með myndum úr matreiðslumöppunni Nýir eftirlætisréttir sem var gefin út einhvern tímann á síðustu öld af Vöku-Helgafelli. Um var að ræða matreiðsluklúbb sem var afar vinsæll á sínum tíma.

Matreiðslumöppuna kannast margir við, en Edda Sif bendir á að hugsanlega séu sumar uppskriftirnar betur geymdar í minningunni.

„Hey! Vissuði að uppskriftir eldast skuggalega illa? Missti matarlistina fyrir lífstíð yfir mysulúðunni með spagettíinu,“ tístir Edda Sif, en skrifin hafa uppskorið rúmlega 160 læk á samfélagsmiðlinum.

Með skrifunum birtir Edda Sif myndir af hvunndagsrétti með ananas og salthnetum, léttsoðinni lúðu með eplum og spagettíi og skinkuforrétti með eggjum og graslauk. Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leggur orð í belg og spyr hvort Edda Sif hafi rætt þetta mál við matgæðinginn Jóhönnu Vigdísi. Ingvi Þór Sæmundsson skrifar einfaldlega: „Matreiðslubók æsku minnar,“ og því er Edda Sif sammála.

„Sama hér. Þetta er Eva Laufey mæðra okkar.“

Einn fylgjandi Eddu Sifjar á hins vegar vondar minningar af þessari matreiðslubók.

„Þessi mappa… núna skil ég aðeins betur afhverju mér fannst nánast allt mjög vont þegar ég var barn, „matarmenning“ á Íslandi var vægast sagt hræðileg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa