fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Fiskurinn sem allir elska

Vynir.is
Miðvikudaginn 6. mars 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er rosalega matvönd manneskja – eiginlega vandræðalega matvönd. Eitt af því sem ég elska að borða er fiskur! Fjölskyldan mín er svo heppin að við fáum nýjan fisk. Þar að segja fisk sem er veiddur á togara og frystur um borð svo hann kemur ferskur til okkar. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af fisk sem að slær alltaf í geng á mínu heimili og er mjög vinsæll. Þetta er ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum og grænmeti í rjómaostasósu.

Uppskrift – Fiskur sem allir elda

Það sem þú þarft í þessa uppskrift er eftirfarandi:

  • 2 meðalstór flök af fiski
  • Einn laukur
  • Sveppir
  • 1 paprika
  • Eitt bréf af beikoni
  • 1/2 líter rjómi
  • 1/2 piparostur & 1/2 villisveppaostur (það má alveg nota aðra osta)
  • 1 matskeið smurostur (ég nota beikonost)
  • 1/2 súputeningur (ég nota grænmetistening)
  • 1 poki hrísgrjón
  • 1 poki rifinn ostur

Aðferð:

Byrjið á hita ofninn við 180° C á blástur. Setjið hrísgrjónin í pott og leyfið að sjóða samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
Setjið pönnu á heita hellu og leyfið að hitna vel. Á meðan pannan hitnar skerið þá beikonið í litla bita. Beikonið fer svo á sjóðheita pönnuna og steikist vel. Á meðan kjötið eldast skerið þá niður restina af grænmetinu sem að þið notið. Þegar beikonið er orðið steikt bætið þá restinni af grænmetinu út á pönnuna og lækkið hitan (á sirka 4) og leyfið að malla.

Þegar hrísgrjónin eru soðinn takið þau af, hellið vatinu frá og leyfið að standa í sirka 5 mínútur. Þegar grænmetið er orðið létt steikt er allt í lagi að slökkva á hellunni undir pönnunni og leyfa því bara að standa þar til sósan er klár.

Setjið sirka 5 matskeiðar af vatni ásamt hálfum súputening í bolla og hitið í sirka 30 sekúndur í örbylgjuofni. Hrærið í blöndunni svo að teningurinn leysist upp. Hellið vatninu í pott og skerið ostana í bita og bætið út í. Hafið hitan á hellunni sirka á 4-5 svo þetta bráðni án þess að brenna við. Ef að ykkur finnst blandan of þykk er allt í lagi að bæta smá meira vatni við.
Þegar ostarnir eru bráðnaðir bætið þá rjómanum út í og hitið saman (án þess að láta sjóða).

Þegar sósan er tilbúin takið þá eldfast mót. Setjið hrísgrjónin og grænmetið í botninn og blandið saman. Bætið sósunni út í og blandið vel saman svo hún sé alls staðar (ég skil alltaf smá eftir til að setja ofan á fiskinn). Skerið fiskinn í litla bita og raðið í formið. Setjið smá sósu ofan á og svo rifinn ost. Fiskurinn fer svo inn í ofn í sirka 25 mínútur eða þar til að osturinn verður orðinn gulbrúnn.

Það er rosalega gott að hafa salat með þessum fiski & ef ég hef nógan tíma bý ég stundum til brauðbollur úr heilhveiti og ber fram með!

Uppskriftin er frá Stefaníu Hrund og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa