fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Matur

Skúli sóknarprestur segir Íslendinga vera umhverfissóða: „Allir okkar dagar eru sprengidagar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir Íslendinga vera umhverfissóða. Í pistli í Fréttablaðinu hvetur hann fólk til að pæla í föstunni og fækka veisludögum.

„Allt á sér sögu og bakgrunn. Þessir tímar áts sem nú standa yfir , eru leifar af kjötkveðjuhátíð. Vikurnar fram undan, allt til páska, kallast fasta. Sú var tíðin að þá reyndi fólk að lifa og eta sparlega, gæta hófs. Þannig var það í það minnsta í gyðingdómi og í kristnum sið,“ skrifar Skúli í pistli í Fréttablaðinu.

Skúli segir föstuna vera náttúrulega og vistvæna. „Í gamla sveitasamfélaginu var hún lífsbjörg […] Nú eru veisludagar. Í gær átum við rjómabollur, í dag er sprengidagur og á morgun er öskudagur með sætindum og fjöri. Kjötkveðjuhátíðin er í fullu gildi hjá okkur, en við sleppum föstunni! Allir okkar dagar eru sprengidagar. Við sprengjum öll mörk og látum eins og næstu tímar og kynslóðir komi okkur ekki við.“

Skúli segir Íslendinga vera umhverfissóða. „Jörðin stynur undan ágangi okkar, í lofti, á láði og legi. Þar er ekkert undanskilið og Íslendingar munu vera mestu umhverfissóðarnir,“ segir Skúli og bætir við að velmegun er ekki hættulaus og deyja fleiri úr velmegun en í stríði.

Að lokum hvetur Skúli fólk til að pæla í föstunni.

„Veltum því fyrir okkur hvort það er ekki kominn tími til að minnka veisluna, fækka veisludögum svo að eitthvað verði til skiptanna fyrir börnin okkar og afkomendur þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 2 vikum

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina