fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Pítsa um borð í vél Icelandair vekur upp heitar umræður: Líkt við ælu og brund – „Vinur, þetta er ekki ostur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2019 21:00

Mynduð þið borða þetta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður hafa skapast innan Reddit-hópsins Expectation Vs. Reality, eða Væntingar og raunveruleiki, eftir að notandi sem kallar sig mugen_spiegel birti mynd af pítsu sem hann fékk um borð í vél Icelandair fyrir stuttu.

Notandinn birtir mynd af pítsunni í matseðli Icelandair við hlið mynd af pítsunni sem hann fékk og athugasemdirnar hrannast inn. Finnst flestum pítsan sem hann fékk líkari einhverju allt öðru en pítsu, nánar til tekið hundamat, sæði eða forhúðarosti.

„Vinur, þetta er ekki ostur. Þetta er brundur. Ekkert nema brundur,“ skrifar notandinn EnnardOfInside og ansi margir taka í sama streng. „Brundpítsa. Sérréttur þeirra,“ skrifar ReFreshing og Distantexplorer spyr: „Hver brundaði í naan brauðið mitt?“ Reddit-liðinn jjky665678 segir einfaldlega: „Gómsætur forhúðarostur.“

Notandinn Snakefist1 skrifar: „Ég myndi segja að þetta væri hundamatur,“ á meðan Blebubb skrifar: „7 evrur fyrir þessa ælu. Glatað.“ Þá býður notandinn JRockPSU upp á sniðugan brandara. „Þið þekkið frasann: Kynlíf er eins og pítsa, það er gott jafnvel þegar það er slæmt? Nú, stundum geturðu fengið herpes af kynlífi.“

Hér er myndin fræga.

Margir koma þó flugfélaginu til varnar og benda á að ekki sé hægt að búast við gómsætum mat um borð þar sem enginn ofn sé í flugvélum. Því sé það óviturlegt að panta sér pítsu í flugvél. Þá er einnig mikið rætt um verðlagið á Íslandi og einhverjir halda því fram að pítsur almennt séu vondar hér á landi.

Búið er að skrifa tæplega tvö hundruð athugasemdir við pítsuna frægu þegar þetta er skrifað og geta þeir sem vilja skemmt sér við að lesa þau með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis