fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
Matur

Missti sjötíu kíló – fór úr 5000 kaloríum í 1500 á dag: Þetta borðar hún á hefðbundnum degi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 18:30

Daniella er dugleg að klappa sér á bakið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið í megrun síðan í þriðja bekk. Ég man ekki nákvæmlega af hverju en ég man að ég var alltaf stærri en hinar stelpurnar en vildi vera minni,“ skrifar Daniella Piovesana í pistli á vefsíðu Women‘s Health.

Daniella segist hafa rokkað upp og niður í þyngd í mörg ár og var sólgin í ruslfæði.

„Ég fékk fyrstu vinnuna þegar ég var sextán ára og gat loksins borgað fyrir minn eigin skyndibita og keyrt til að sækja hann þannig að ég þyngdist enn meira,“ skrifar hún. „Ég held að ég hafi borðað um fimm þúsund hitaeiningar á dag – mest úr skyndibita, sykruðum drykkjum og snarli. Ég var þyngst tæplega 140 kíló.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Daniella (@danisweightlossjrny) on

Sjötíu kílóum léttari

Daniella segir að það hafi ekki verið neitt eitt atvik sem hvatti hana til lífsstílsbreytingar heldur að það hafi gerst smátt og smátt.

„Ég reyndi og mistókt í mörg ár að létta mig þar til ég fékk nóg af sjálfri mér einn daginn og þá rofaði til: Ég þurfti að finna mataræði sem ég gæti verið á til langtíma svo ég myndi sjá breytingar. Þegar það gerðist gat ekkert stöðvað mig,“ skrifar hún. Hún byrjaði á því að hætta að drekka sykraða drykki og borða skyndibita. Síðan byrjaði hún að halda matardagbók og setti sér markmið að borða 1500 hitaeiningar á dag, lítið af kolvetnum, lítið af sykri en mikið af próteini. Í dag er hún tæpum sjötíu kílóum léttari.

Svona lítur hefðbundinn matseðill Daniellu út:

Morgunmatur: Kaffi með sykurlausum rjóma og bolli af grískri jógúrt.
Hádegismatur: Kalkúna- og ostakálvefja með bolla af ávöxtum.
Snarl: Ostastangir, ávöxtur og próteinstykki.
Kvöldmatur: Prótein (vanalega kjúklingur), grænmeti og bolli af kartöflum.
Eftirréttur: Jarðarber með fituskertum rjóma.

Mikilvægt að klappa sér á bakið

Með breyttum matarvenjum byrjaði Daniella að hreyfa sig.

„Ég var í engu formi þegar ég byrjaði að fara í ræktina. Fyrstu vikuna reyndi ég að hlaupa og brenna en það reyndi alltof mikið á hné og bak. Ég skipti því yfir í að ganga á hlaupabretti í klukkutíma á dag (ekki einu sinni á háum hraða eða með halla, bara ganga). Ég setti á þátt eða myndband og horfði á það. Þá flaug klukkutíminn hjá,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi smátt og smátt bætt erfiðari æfingum inn í rútínuna sína.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Daniella (@danisweightlossjrny) on

En hvaða ráð hefur hún til fólks sem vill léttast?

„Verið eigingjörn. Lærið að vera ykkar besti vinur og mesti aðdáandi. Það er nauðsynlegt til að ná árangri á þessari vegferð. Það er líka mikilvægt að refsa sér ekki fyrir mistök eða að léttast ekki jafnfljótt og þú vilt. Allir eru mismunandi og þú munt missa dampinn hér og þar, en það er mikilvægt að klappa þér á bakið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Daniella (@danisweightlossjrny) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“
Matur
Fyrir 1 viku

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“
Matur
Fyrir 2 vikum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn
Matur
Fyrir 3 vikum

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“
Matur
Fyrir 3 vikum

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?