fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Matur

Borðaði hrátt svínshöfuð á Vegan hátíð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur karlmaður sem ekki hefur greint frá nafni sínu tók upp á því um helgina að borða hrátt svínshöfuð þegar hann mótmælti vegan hátíð.

Uppákoman þykir virkilega viðbjóðsleg og sögðu viðstaddir að maðurinn hafi komið mörgum börnum sem og fullorðnu fólki í uppnám. Skipuleggjendur hátíðarinnar sögðu að meira að segja fólk sem borðar kjöt að staðaldri hafi þótt uppákoman ógeðsleg.

Hátíðin sem kallast VegFest var haldin í Brighton um helgina og gerðu skipuleggjendur hennar ráð fyrir því að um þrjátíu manns myndu mæta og mótmæla. Það kom þeim því á óvart þegar aðeins þrír einstaklingar mættu til mótmælanna.

„Það voru bara þrír sem mættu sem var sorglegt fyrir mótmælendurna,“ segir einn af skipuleggjendum hátíðarinnar í samtali við Metro. „En það stoppaði þá þó ekki í því að halda áfram að koma börnum og öðrum í uppnám og að lokum kom lögreglan og lét þá fara.

„Það sem var áhugavert var að það var fólk þarna sem borðar vanalega kjöt en þeim fannst uppákoman svo viðbjóðsleg að þeir sögðu að hún hafi hvatt þá til þess að hætta að borða kjöt. Svo það lítur allt út fyrir það að mótmælendur veganisma hafi í raun hvatt fólk til þess að verða vegan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika
Matur
Fyrir 1 viku

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Bjarni töframaður hefur misst 20 kg á þremur mánuðum: „Sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins“

Bjarni töframaður hefur misst 20 kg á þremur mánuðum: „Sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins“
Matur
Fyrir 2 vikum

Kourtney Kardashian er byrjuð á ketó – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Kourtney Kardashian er byrjuð á ketó – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið
Matur
Fyrir 3 vikum

Sex réttir sem sanna að það er ekki leiðinlegt að vera vegan

Sex réttir sem sanna að það er ekki leiðinlegt að vera vegan