fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Matur

Ingibjörg eldar sig í gegnum Evrópu í stafrófsröð: „Albanía lék mig örlítið grátt“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir hefur alltaf haft gaman af því að elda góðan mat og baka ljúffenga eftirrétti. Hún var hins vegar komin með leiða af því að vera alltaf að elda sömu gömlu réttina sem hún þekkti og ákvað því að skora á sjálfa sig í skemmtilegu verkefni.

Eldar sig í gegnum Evrópu

„Ég var eins og margir aðrir, föst í sömu gömlu réttunum og orðin smá leið. Ég fékk þá hugmynd að elda mig í gegnum Evrópu í stafrófsröð. Hvert land fær eina viku og þvílík fjölbreytni. Þetta byrjaði nú bara sem smá hugdetta hjá mér, en mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að ég ákvað að deila því hvernig mér gengur og hvað ég er að brasa,“ segir Ingibjörg.

COCA brauð / Mynd: Instagram: ingaagusts

Aðspurð hvaðan hugmyndin hafi sprottið segist Ingibjörg hafa fengið hana eftir að hún hafði au pair á heimilinu sem hafði mikinn áhuga á Íslandi.

„Hún hafði mikinn áhuga á Íslandi og fannst mjög gaman þegar ég eldaði venjulegan íslenskan heimilismat. Hún sagði oft að hún hefði haldið að Íslendingar borðuðu bara súrmat og aðra skrítna rétti og var hissa á því hvað íslenskur heimilismatur væri góður. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað væri dæmigerður heimilismatur í öðrum löndum og áttaði mig á því að ég vissi afskaplega lítið hvað aðrar þjóðir eru að borða.“

Tómatpastasósa / Mynd: Instagram: ingaagusts

Ingibjörg fór því beint í að leita sér upplýsinga og fannst mjög spennandi að skoða matarvenjur í öðrum löndum.

Flest allt verið ljúffengt

„Einnig virtist þetta vera frekar einfalt í framkvæmd. Með þessu vonaðist ég eftir fjölbreytni í eldamennskuna hjá mér og hef svo sannarlega fengið hana. Ég hef reynt að finna uppskriftir sem eru gerlegar, ódýrar og þægilegar. Ég hef bæði bakað og eldað og flest hefur verið mjög ljúffengt þó svo að það hafi ekki alltaf orðið raunin. Ég reyni að gera þrjá rétti frá hverju landi en er þó ekki með ákveðna reglu á því. Ég geri í raun bara það sem heillar mig hverju sinni. Albanía lék mig örlítið grátt með öðruvísi uppskriftum og bragði sem er langt frá því sem ég er vön.“

Apfelstrudel / Mynd: Instagram: ingaagusts

Ingibjörg ákvað að bjóða fólki að koma með sér í Evrópureisu sína í eldhúsinu og deilir uppskriftunum og reynslu sinni af eldamennskunni á Instagram undir notandanafninu: ingaagusts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika
Matur
Fyrir 1 viku

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Bjarni töframaður hefur misst 20 kg á þremur mánuðum: „Sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins“

Bjarni töframaður hefur misst 20 kg á þremur mánuðum: „Sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins“
Matur
Fyrir 2 vikum

Kourtney Kardashian er byrjuð á ketó – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Kourtney Kardashian er byrjuð á ketó – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið
Matur
Fyrir 3 vikum

Sex réttir sem sanna að það er ekki leiðinlegt að vera vegan

Sex réttir sem sanna að það er ekki leiðinlegt að vera vegan