fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
Matur

Þetta eru skítugustu ávextirnir og grænmetið: Nýtt á listanum sem kemur þér á óvart

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2019 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert að reyna að lifa heilbrigðum lífsstíl en spara pening þá er góð þumalputtaregla að kaupa aðeins lífrænar afurðir sem venjulega eru úðaðar með miklu eitri.

Bændur og framleiðendur nota gjarnan skordýraeitur og úða því á grænmeti og ávexti svo skordýr éti ekki afurðirnar.

Sumar afurðir eru úðaðar meira en aðrar og þarf því að þrífa þær rosalega vel. Eða kaupa þær lífrænar. Lífræn afurð þýðir að lítil eða engin eiturefni voru notuð í framleiðslunni.

EWG (Enviromental Working Group) gefur út lista á hverju ári kallaður „Dirty Dozen“ eða „skítugu tólf.“ Listinn er fyrir þær tólf afurðir sem innihalda mest eiturefni.

EWG gefur einnig út lista fyrir hreinar afurðir eða „Clean 15,“ sem eru í lagi að kaupa ólífrænar.

Dirty Dozen listinn árið 2019 er mjög svipaður listanum 2018. Nema í ár hefur grænkál bæst við listann.

Grænkál.

Grænkál hefur náð miklum vinsældum upp á síðkastið. Fólk notar það í hristinga, salöt og með öðrum mat. Í fyrra var það ekki á listanum en í ár er það þriðja á listanum yfir skítugustu afurðirnar.

Aðrar afurðir sem komust á listann voru jarðaber (sem er númer eitt á listanum), kartöflur, epli og sellerí.

Clean 15 listinn á eftir að gleðja marga avókadó unnendur. En avókadó, blómkál, ananas og laukur er á listanum. Það þýðir þó ekki að þú átt að sleppa því að þrífa afurðirnar. Heldur það sé í lagi að sleppa því að kaupa lífrænar og þar af leiðandi dýrari tegund.

Sjá einnig: Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan

Tólf skítugustu afurðirnar 2019

 1. Jarðarber
 2. Spínat
 3. Grænkál
 4. Nektarínur
 5. Epli
 6. Vínber
 7. Ferskjur
 8. Kirsuber
 9. Perur
 10. Tómatar
 11. Sellerí
 12. Kartöflur

Hreinustu fimmtán afurðirnar 2019:

 1. Avókadó
 2. Maískorn
 3. Ananas
 4. Frosnar maísbaunir
 5. Laukur
 6. Papaja
 7. Eggaldin
 8. Asparagus
 9. Kiwi
 10. Hvítkál
 11. Blómkál
 12. Kantalópmelóna
 13. Brokkolí
 14. Sveppir
 15. Hunangsmelónur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Páskaeggjasmökkun DV: Eru börnin hörðustu gagnrýnendurnir? – Sjáðu myndbandið

Páskaeggjasmökkun DV: Eru börnin hörðustu gagnrýnendurnir? – Sjáðu myndbandið
Matur
Fyrir 2 dögum

Reðasafnið samþykkir groddaralega kartöflu

Reðasafnið samþykkir groddaralega kartöflu
Matur
Fyrir 4 dögum

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 4 dögum

Langbesta skúffukakan – Sjáið uppskriftina

Langbesta skúffukakan – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 1 viku

Búrið hennar er svo skipulagt að við eigum ekki til orð

Búrið hennar er svo skipulagt að við eigum ekki til orð
Matur
Fyrir 1 viku

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“