fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
Matur

Breskir lávarðar elska Garðar: „Aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 09:02

Garðar ásamt lávarðinum Norman Fowler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að vera kokkur í 35 ár og loksins fæ ég verðlaun. Þá er það fyrir brauð,“ segir matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall og hlær. „En að öllu gríni slepptu þá er þetta mikill heiður og kemur sér mjög vel á ferilskrána.“

Garðar er kokkur í River Restaurant í London, sem er mötuneyti lávarðanna og starfsfólks lávarðadeildar breska þingsins. Á dögunum fékk Garðar hin virtu House of Lords Priority-verðlaun í flokknum Best Development to a Service. Fékk hann verðlaunin fyrir að baka ferskt brauð á degi hverjum.

„Þetta er í raun viðurkenning fyrir störf mín og þá þróun sem ég hef verið að gera á eldhúsinu til að bæta og breyta. Það sem hefur vakið mesta athygli er brauðið sem ég baka daglega. Áður voru þau keypt að, en nú fær fólk nýbökuð brauð sem gerð eru frá grunni á hverjum degi. Ég hef í gegnum tíðina fengið hrós fyrir þau en aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti,“ segir Garðar, en verðlaunin komu honum mikið á óvart.

„Ég var tilnefndur fyrir nokkrum dögum. Í bréfinu sagði að það yrði frátekið sæti á fremsta bekk í Lord Chamber þar sem stór starfsmannafundur var haldinn. Þarna voru um fjögur hundruð manns í þingsal lávarða, sem fólk fær almennt ekki aðgang að. Í mínum flokki voru fjórar aðrar tilnefningar sem tengdust allt öðru en eldhúsinu eða þjónustu. Ég var alveg viss um að ég myndi ekki vinna, allra síst fyrir brauðbakstur. Ég var svo hissa þegar nafnið var lesið upp. Aldrei upplifað svona nokkuð áður. Fékk þennan fallega verðlaunagrip úr gleri.“

Garðar unir sér vel í mötuneyti lávarðadeildarinnar.

Betri matur en í neðri deildinni

Garðar hefur unnið sem kokkur fyrir bresku lávarðadeildina í tvö og hálft ár og hefur getið sér gott orð í fyrrnefndum River Restaurant, sem stendur við Thames-ánna.

„Reyndar koma starfsmenn og þingmenn meira og meira yfir til okkar því maturinn er miklu betri en í neðri deild breska þingsins,“ segir Garðar, sem sér um eldamennsku og brauðbakstur, auk þess að leggja línurnar um hvernig maturinn er framreiddur og afgreiddur. Hann segist hafa fengið áfall þegar hann byrjaði að vinna í mötuneytinu.

„Maturinn var afskaplega dapur þegar ég var ráðinn þarna inn. Allt eldað of snemma og geymt á hillu fyrir ofan eldavélina. Ég fékk hálfgert sjokk þegar ég sá hvernig farið var með hráefnið,“ segir Garðar, en hann leggur mikið upp úr því að hafa fjölbreytt fæði fyrir lávarða – fiskrétti, kjötrétti, grænmetisrétti, salat, súpu og auðvitað brauðið vinsæla. Þá hefur hann verið að þróa vegan rétti upp á síðkastið.

„Eftir breytingarnar hefur traffíkin í eldhúsinu aukist um 70 til 80 prósent, með bættri matseld og heiðarlegri tilraun til að minnka öll þessi bresku pæ, sem ég hreinlega skil ekki hvernig voru fundin upp. En það er svo sem líka skóli. Ég gerði það að markmiði að einfalda rétti og gera þá lystugri og ferskari og það hefur tekist.“

„Computer says no!“

En hvernig er að vinna í breska þinginu?

„Þetta er náttúrulega einstakur staður. Það þykir merkilegt að starfa þarna og fólk rekur yfirleitt upp stór augu þegar maður nefnir það. Í og við þinghúsið er gríðarleg öryggisgæsla og mjög strangar siðareglur. Við megum til dæmis ekki tala um hvað okkur finnst um þessa og hina þingmenn eða lávarða þar, en megum að sjálfsögðu hafa hvaða skoðun sem er utan vinnutíma. Starfsfólkið sem ég vinn með kemur frá öllum heimshornum. Margir eru frá gömlu nýlendunum sem Bretland réði yfir hér áður,“ segir Garðar og bætir við að það hafi verið erfitt á vissan hátt að aðlaga sig bresku þjóðarsálinni. „Í Bretlandi skildi ég loksins orðatiltækið „computer says no!“, eða tölvan segir: Nei. Þegar maður er vanur að kýla á hlutina og vildi drífa þá af, mætti ég oftast mótlæti þar sem hinir vildu ekki rugga bátnum. Það gat því tekið langan tíma að að koma markmiðum í farveg.“

Skjal og fallegur verðlaunagripur.

Naut þess að sjá vinnufélagana kúgast

Garðar segir vissulega að andrúmsloftið á vinnustaðnum sé eilítið sprennuþrungið þessa dagana vegna yfirvofandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með öllu sem því fylgir.

„Það er mikil spenna í loftinu flesta daga út af Brexit. Og í eldhúsinu er alltaf hasar og fjör. Við höfum þurft að vera á tánum þegar stórar atkvæðagreiðslur eru í gangi. Fáum oft lítinn fyrirvara ef lávarðar og barónessur ætla að sitja fram á kvöld til að fara yfir það sem er að gerast í þinginu. En það sem ég hef upplifað á þessum tíma er engu líkt. Hryðjuverk þar sem vopnuð öryggislögregla var kominn á örskotsstundu og smalaði öllum á ákveðinn stað. Þetta er mesti umrótatími frá síðari heimstyrjöld. Það er gríðarleg óvissa hér, starfsfólk er óöruggt hvað verður, þó svo að það sé fullvissað um að ekkert muni breytast eftir Brexit. „Keep calm and carry on“ er viðkvæðið hér.“

Við getum ekki sleppt Garðari án þess að spyrja um matinn sem er mest í uppáhaldi hjá lávörðum og öðrum innan lávarðadeildarinnar?

„Það hefur breyst gríðarlega. Grænmetisréttirnir eru orðnir mjög vinsælir. Steikardagar eru alltaf sterkir líka. Ég hef gert plokkfisk sem hefur verið vinsæll. Svo hélt ég íslenskt þorrablót fyrir stuttu hér í House of Lords. Lét vinnufélaga mina smakka hákarlinn og naut þess að sjá þá kúgast og kveljast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“
Matur
Fyrir 1 viku

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“
Matur
Fyrir 2 vikum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn
Matur
Fyrir 3 vikum

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“
Matur
Fyrir 3 vikum

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?