fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Matur

Þrettán hlutir sem barþjónar vilja að þú vitir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 18:00

Opinberun á barnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ýmislegt sem barþjónum liggur á hjarta eins og sést best í grein sem Business Insider setti saman. Blaðamaður miðilsins spurði rúmlega þrjátíu barþjóna hvað þeir vildu að kúnnarnir á barnum vissu. Hér á eftir fylgja algengustu svörin:

Ekki panta vodka

„Þú ert vinalegur þegar þú færð þér bjór en djöfullegur með sterku víni.“

Notið reiðufé

„Það tekur lengri tíma að borga með kredikorti en peningum þegar verið er að greiða einn drykk.“

Varið ykkur á blöndunum.

Varið ykkur á drykkjarblöndum

„Fæstir veitingastaðir og barir þrífa ísvélarnar sínar reglulega.“

Komdu fram við mig eins og manneskju

„Ég er ekki þjónn. Ég er ekki vænlegur bólfélagi. Ekki nýta þér þá staðreynd að ég þarf að koma fram við þig fagmannlega. Þetta er vinnustaðurinn minn, ekki húsið þitt. Þú ert gestur hér. Hagaðu þér eins og slíkur.“

Pantaðu allt í einu

„Ekki láta mig gera margarítu og panta síðan bjór fyrir vin þinn og fatta svo allt í einu að kærastan hans vildi margarítu líka.“

Mig langar að segja fólki hvað það er ógeðslegt þegar það borðar

„Ég hata að sjá þig útataðan í mat á meðan sósa drýpur af þér og á barborðið. Hve sóðalegur er hægt að vera?“

Ég sé þig og aðstoða þig þegar ég get

„Ég veit að þú ert búinn að bíða um nokkra hríð. Það er góð ástæða fyrir því að ég er ekki búin að taka við pöntuninni þinni. Bíddu bara eins og allir aðrir! Allir vilja drykkina sína strax.“

Ekki reyna við barþjóninn.

Ekki reyna við barþjóninn

„Barþjónninn vill ekki fara á stefnumót með þér.“

Gakktu frá fartölvunni – þú ert ekki að plata neinn

„Hættu að reyna að „vinna“ á barnum. Þú ert virkur alkóhólisti. Drekktu núna og farðu í vinnuna á morgun.“

Peningar tala

„Tíminn er peningar og barstóllinn er eins og fasteign. Ekki biðja mig um að geyma sætið þitt. Baðstu mig um það gegn peningagreiðslu? Ef svarið er nei þá er svarið mitt nei.“

Þessi stelpa fer ekki heim með þér þó þú hafir keypt handa henni skot

„Sumt fólk kaupir fullt af dýrum skotum þegar það er úti með vinum. Það er að reyna að líta vel út.“

Næturgestur fæst ekki keyptur með dýrum skotum.

Þú ert að borga of mikið fyrir kokteilinn

„Þú gætir verið að borga 400% meira en hráefnakostnaðurinn er.“

Ég dæmi þig út frá pöntuninni

„Það er hægt að sjá manngerðir út frá drykkjarpöntunum. Ef þú ert á bar með fullt af fólki þar sem er hávær tónlist og þú pantar eitthvað flókið metur þú greinilega ekki tíma annarra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

„Kynþokkafyllsti grænkerinn“ krýndur í fyrsta sinn – Sjáið keppendurna

„Kynþokkafyllsti grænkerinn“ krýndur í fyrsta sinn – Sjáið keppendurna
Matur
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hamborgara á skyndibitastað

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hamborgara á skyndibitastað
Matur
Fyrir 4 dögum

Mjólkurlaus bananaís

Mjólkurlaus bananaís
Matur
Fyrir 4 dögum

Páskaeggjasmökkun DV: Eru börnin hörðustu gagnrýnendurnir? – Sjáðu myndbandið

Páskaeggjasmökkun DV: Eru börnin hörðustu gagnrýnendurnir? – Sjáðu myndbandið
Matur
Fyrir 4 dögum

Einfalt og sniðugt í örbylgjuofninn – 5 uppskriftir sem auðvelt er að útbúa

Einfalt og sniðugt í örbylgjuofninn – 5 uppskriftir sem auðvelt er að útbúa
Matur
Fyrir 5 dögum

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“
Matur
Fyrir 5 dögum

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim