fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Matur

Elísabet bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði spínatpokann: „Ég fæ nú bara hroll“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 13:20

Þvoið spínatið. Elísabet gerði það og sér ekki eftir því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir rak upp stór augu þegar hún ætlaði að búa sér til spínathristing úr spínati sem hún var nýbúin að kaupa. Í spínatpokanum leyndist nefnilega ansi pattaralegur snigill.

Hér má sjá pokann og snigilinn.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er spínatið merkt Krónunni en upprunalandið er Ítalía.

Upprunaland: Ítalía.

Elísabet birti myndir og myndbönd af sniglinum á Facebook-síðu sinni og segir í samtali við DV að það hafi verið meira til gamans gert. Færslan hefur skemmt vinum Elísabetar og benda margir á að þarna hafi hún fengið prótein ókeypis með, enda sniglar taldir herramannsmatur. Þó ekki allir sniglar, þar sem margir landsniglar eru of litlir til eldunar. Í Frakklandi er tegundin Helix pomatia oftast snædd og aðrar tegundir, eins og Elona quimperiana, eru vinsælar í Evrópu.

Mörgum vinum Elísabetar er brugðið yfir þessari uppgötvun og falla frasar eins og: „Oj“, „Nei, ojbara“, „Ég fæ nú bara hroll“ og „Oj barasta“.

Ein vinkona bendir á að þetta sé góðs viti þar sem þetta þýði að ekki sé búið að spreyja spínatið með miklu skordýraeitri fyrst snigillinn lifði af. Einhver stingur upp á að grilla snigilinn og svo er það þessi sem kemur með áhugaverðan punkt:

„Vissi ekki að með því að leyfa innflutning á fersku kjöti að það ætti líka að vera í salati……“

Í ljósi uppgötvunar Elísabetar er vert að minna landsmenn á leiðbeiningar Matvælastofnunar um meðferð á grænmeti:

* Þvoið hendur ávalt vandlega áður en farið er að vinna með matvæli. Hendur koma víða við og illa þvegnar hendur geta borið með sér alls konar örverur, margar hverjar sjúkdómsvaldandi. Ef sár eru á höndum ætti að nota hanska.

* Veljið ferskt hráefni sem ekki er farið að skemmast. Ferskt grænmeti á að hafa ferskan, eðlilegan lit og vera safaríkt.

* Hreinsið allt grænmeti vandlega. Fleygið visnuðum blöðum og skerið burt skemmdir og trénaða hluta.

* Skolið allt grænmeti vandlega. Grænmeti er ræktað í náinni snertingu við mold og jafnvel lífrænan úrgang og því er á því lífleg flóra af örverum sem getur borist í salatið og annan mat ef ekki er rétt að farið. Flestar eru þessar örverur meinlausar að öðru leyti en því að stytta geymsluþol grænmetisins en sumar þeirra geta verið sjúkdómsvaldandi. Skolun er góð leið til að fækka óæskilegum örverum eins og kostur er. Mælt er með skolun á þvegnu, pökkuðu blaðsalati fyrir neyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Matur
Fyrir 1 viku

Klassísk eplakaka sem klikkar ekki

Klassísk eplakaka sem klikkar ekki
Matur
Fyrir 1 viku

Salatið sem gerir það auðvelt að vera ketó

Salatið sem gerir það auðvelt að vera ketó
Matur
Fyrir 1 viku

Guðni glottir og segir að lömbin hlakki til að verða étin

Guðni glottir og segir að lömbin hlakki til að verða étin
Matur
Fyrir 1 viku

Læknir Sunnu ráðlagði henni að prófa nýtt mataræði: „Ég er búin að missa 5,5 kg og 40 cm á tíu dögum“

Læknir Sunnu ráðlagði henni að prófa nýtt mataræði: „Ég er búin að missa 5,5 kg og 40 cm á tíu dögum“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!
Matur
Fyrir 2 vikum

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?
Matur
Fyrir 2 vikum

Eigandi ísbúðar búinn að fá nóg – Nú borga áhrifavaldar helmingi meira fyrir ísinn

Eigandi ísbúðar búinn að fá nóg – Nú borga áhrifavaldar helmingi meira fyrir ísinn
Matur
Fyrir 2 vikum

Bjarni töframaður hefur misst 20 kg á þremur mánuðum: „Sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins“

Bjarni töframaður hefur misst 20 kg á þremur mánuðum: „Sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins“