fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
Matur

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Theodór Ingi birtir ansi hreint athyglisverða mynd á Twitter af brauðsneið sem samstarfsfélagi hans útbjó.

„Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum. Skinka, rauðkál, sinnep og bananar. Ofan á þetta fór svo ostur,“ skrifar Theodór og birtir mynd af brauðinu til rökstuðnings.

Það má með sanni segja að þessi matarmynd hafi vakið upp hörð viðbrögð á Twitter og eru skiptar skoðanir um ágæti þessarar blöndu.

„Afsakið en hvar vinnuru eiginlega? Er ekki siðanefnd eða trúnaðarmaður á staðnum? Það þarf að tilkynna þetta,“ skrifar Friðrik Jónsson og Rebba er sammála: „1960 var að hringja og vill fá matarcombóið sitt aftur.“

Fjölmiðlakonan Sunna Valgerðardóttir er hins vegar mjög hrifin af samsetningunni.

„Ég styð þetta. Djúpt,“ skrifar hún. Georg væri einnig til í bita: „Væri reyndar til í bita.“

Hvað finnst lesendum DV. Er þessi samsetning ofan á brauð afleit eða frábær? Takið þátt í könnuninni hér fyrir neðan.

Hvað finnst ykkur um áleggið á brauðinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
Matur
Fyrir 1 viku

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!
Matur
Fyrir 1 viku

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?