fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
Matur

Svona býrðu til smjör frá grunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. mars 2019 13:00

Það er skemmtilegt að prófa þetta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft gaman að leika sér að því að búa til matvæli frá grunni heima við. Hér er aðferð til að búa til smjör, en auðvitað er það talsvert meira vesen en að kaupa það út í búð. Hins vegar er hægt að bragðbæta þetta smjör og leika sér með uppskriftina að vild.

Heimagert smjör

Hráefni:

475 ml rjómi
½ tsk salt

Aðferð:

Setjið hráefnin í skál og þeytið. Gott er að hafa viskastykki yfir skálinni svo rjóminn slettist ekki út um allt. Byrjið á lágum hraða og hækkið svo smátt og smátt. Kíkið undir stykkið á tuttugu til þrjátíu sekúndna fresti til að fylgjast með blöndunni. Rjóminn ætti að byrja að stífna eftir um þrjár mínútur. Ef þeytt er í um tvær mínútur til viðbótar skilur rjóminn sig og verður að fitu og ljósri mjólk. Þá slökkvið þið á þeytaranum og hellið eins mikið af mjólkinni af og þið getið. Hægt er að hella mjólkinni í krukku og geyma í ísskáp. Næsta skref er að skola klumpinn í skálinni með vatni og kreista hann síðan til að ná meiri mjólk úr honum. Þetta er mikilvæg því smjörið getur orðið súrt ef mjólkin er ekki kreist úr því. Hægt er að hnoða smjörið til að ná eins mikllli mjólk úr og hægt er. Þetta tekur smá tíma. Síðan er smjörið þurrkað með hreinu viskastykki og pakkað inn í plastfilmu eða sett í gott ílát. Best er að geyma þetta smjör í ísskáp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
Matur
Fyrir 1 viku

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!
Matur
Fyrir 1 viku

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?